Enski boltinn

Reo-Coker fékk hatursbréf

Nigel Reo-Coker
Nigel Reo-Coker NordicPhotos/GettyImages

Umboðsmaður miðjumannsins Nigel Reo-Coker hjá West Ham segir að leikmanninum unga hafi borist hatursbréf fyrir leik West Ham og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag.

Reo-Coker hefur verið gagnrýndur harðlega fyrir slaka frammistöðu sína það sem af er vetri, en hann sló nokkuð á það með því að skora sigurmarkið gegn Manchester United um helgina.

"Þetta er búinn að vera erfiður tími fyrir svona undan mann, en ég sagði honum bara að henda bréfinu í ruslið og koma sér í gírinn fyrir leik gegn einu sterkasta liði Evrópu," sagði umboðsmaðurinn, en var myrkur í máli þegar kom að framtíð piltsins.

"Hann er samningsbundinn West Ham núna og líður vel hér, en ég veit ekki hvort hann vill leika hérna mikið lengur ef hann heyrir ekkert nema baul frá stuðningsmönnum liðsins. Það er auðvitað forvitnilegt ef eitt af stóru liðunum myndi spyrjast fyrir um hann, en það borgar sig ekki að ræða slíkt á þessu stigi," sagði umbinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×