Enski boltinn

Henry íhugar að spila fimm ár í viðbót

NordicPhotos/GettyImages

Franski framherjinn Thierry Henry hjá Arsenal segist geta hugsað sér að spila fimm ár til viðbótar áður en hann leggur skóna á hilluna. Þetta sagði Frakkinn eftir að hann var kjörinn knattspyrnumaður Frakklands í fimmta sinn í gær, en hann er 29 ára gamall.

"Kannski á ég fjögur eða fimm ár eftir - hver veit. Ég held að ég geti spilað sem framliggjandi miðjumaður þegar ég missi meiri hraða og ég hef gaman af því að spila þá stöðu, því ég get lagt upp mörk alveg eins og að skora þau. Ég brosi líka alltaf mínu breiðasta þegar ég legg upp mörk, því fyrir mér skiptir mestu máli að liðið vinni leiki," sagði Henry í samtali við France Football.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×