Enski boltinn

Liverpool - Arsenal í beinni á Sýn í kvöld

NordicPhotos/GettyImages

Stórleikur Liverpool og Arsenal í enska deildarbikarnum verður sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn í kvöld og hefst útsending klukkan 19:35. Bæði lið gera miklar breytingar fyrir leik kvöldsins.

Rafa Benitez hefur í hyggju að hvíla nokkra af lykilmönnum sínum í kvöld, þrátt fyrir að bæði hann og Arsene Wenger hafi hug á að komast lengra í keppninni. Daniel Agger, Fabio Aurelio, Luis Garcia, Peter Crouch og Robbie Fowler verða líklega í liði Liverpool í kvöld.

Arsenal mætir væntanlega með ungt lið til leiks í kvöld. Jeremie Aliadiere verður í fremstu víglínu í stað Emmanuel Adebayor sem fær að hvíla og þá er hugsanlegt að Lauren spili sinn fyrsta leik í langan tíma með liðinu. Leikmannahópar liðanna eru hér fyrir neðan:



Liverpool: Reina, Finnan, Carragher,

Hyypia, Agger, Riise, Aurelio, Luis Garcia, Pennant, Gerrard, Alonso,

Gonzalez, Crouch, Fowler, Bellamy, Kuyt, Dudek, Paletta, Peltier.



Arsenal: Almunia, Poom, Hoyte, Lauren,

Senderos, Djourou, Flamini, Walcott, Song, Denilson, Randall, Traore,

Aliadiere, Connolly, Garry, Perez.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×