Enski boltinn

Hughes hræddur við Bellamy

Craig Bellamy skoraði fyrir Liverpool gegn Blacburn þegar liðin mættust fyrr á tímabilinu.
Craig Bellamy skoraði fyrir Liverpool gegn Blacburn þegar liðin mættust fyrr á tímabilinu. MYND/Getty

Mark Hughes, stjóri Blackburn, er dauðhræddur við framherjann Craig Bellamy hjá Liverpool, fyrir leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í dag. Hughes þekkir vel til styrkleika Bellamy, en hann lék með Blackburn á síðustu leiktíð áður en hann var keyptur af Rafa Benitez í sumar.

Eftir erfiða byrjun á tímabilinu er Bellamy loksins farinn að sýna sitt rétta andlit og nýta sér hraðann sem gerir hann að svo einstökum framherja í úrvalsdeildinni. “Bellamy sannaði hversu góður hann er með frammistöðu sinni fyrir okkur á síðasta tímabili. Það var vegna þess sem Liverpool keypti hann,” segir Hughes, en klásúla í samningi Walesverjans sagði að hann mætti fara ef sex milljón punda kæmi í hann. Þá klásúlu nýtti Liverpool sér.

“Hann virðist eiga í vandræðum með að aðlagast í fyrstu en fljótlega var hann byrjaður að skora og valda varnarmönnum vandræðum með hraða sínum og leikni. Það er einmitt það sem hann er að gera hjá Liverpool núna,” segir Hughes.

“Bellamy stóð sig frábærlega vel hjá Blackburn á síðustu leiktíð og við vorum mjög leiðir yfir því að missa hann en við hlökkum til að fá hann aftur – og vonandi sigra hann,” sagði Hughes.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×