Enski boltinn

Scolari hættir eftir EM 2008

Luiz Felipe Scolari hefur tilkynnt að hann muni hætta sem þjálfari portúgalska landsliðsins í fótbolta um leið og lokakeppni Evrópumótsins er lokið. Evrópukeppnin fer fram sumarið 2008 í Austurríki og Sviss.

Líftími þjálfara er að mínu mati ekki mikið lengri en 5-6 ár og ég tel fullkomnlega eðlilegt að aðrir fái að spreyta sig eftir EM 2008,” sagði Scolari í portúgölsku dagblaði í morgun.

Scolari tók við portúgalska liðinu eftir að hafa stýrt brasilíska landsliðinu til Heimsmeistaratitilsins 2002 og tveimur árum síðar, eða 2004, komst hann með potúgalska liðinu í úrslit EM 2004. Þá komst Portúgal í undanúrslit HM í Þýskalandi í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×