Enski boltinn

Van Persie getur orðið sá besti

Robin van Persie hefur sýnt frábæra takta á köflum með Arsenal í vetur.
Robin van Persie hefur sýnt frábæra takta á köflum með Arsenal í vetur. MYND/Getty

Þjálfarar í fótboltanum keppast þessa dagana við að segja hvaða leikmaður þeir telji hafa burði til að verða besti leikmaður heims í framtíðinni. Í vikunni voru það Alex Ferguson og Carlos Queroz hjá Man. Utd sem dásömuðu Cristiano Ronaldo, en nú hefur Marco van Basten, landsliðsþjálfari Hollands, sagt það sama um Robin van Persie, leikmann Arsenal.

“Robin er að þróast einstaklega vel sem leikmaður hjá Arsene Wenger. Hann hefur hæfileika til að verða besti leikmaður heims – og hann veit það sjálfur.”

Van Basten viðurkennir að hann hafi efast um að velja Van Persie í leikmannahóp Hollendinga fyrir HM í Þýskalandi í sumar en að hann hafi að lokum ákveðið að láta slag standa. “Hann var langt frá því að vera mótaður leikmaður þá, en þegar hann kom á sína fyrstu æfingu sá ég hvað var í hann spunið. Hann var fullur af orku og áhugasemi og varð til þess að ég varð að breyta öllum mínum fyrirætlunum með liðið,” segir Van Basten en Persie spilaði mjög mikið á HM.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×