Sport

Óttast frekari seinkanir á Wembley

Það ætlar ekki að ganga þrautalaust að koma nýja Wembley í gagnið
Það ætlar ekki að ganga þrautalaust að koma nýja Wembley í gagnið NordicPhotos/GettyImages

Breska sjónvarpsstöðin BBC greinir frá því í dag að ýmis teikn séu á lofti um að nýi Wembley leikvangurinn verði jafnvel ekki tilbúinn fyrir leikinn um samfélagsskjöldinn síðaripart sumars, eftir að í ljós kom að rúgbýleikur sem halda átti á vellinum þann 26. ágúst gæti orðið færður annað - en leikurinn um samfélagsskjöldinn á að fara fram enn fyrr, eða þann 13. ágúst.

Einnig er talað um að einhverjum tónlistarviðburðum sem halda átti á nýja vellinum hafi verið frestað, en eins og fram kom í fréttum fyrir nokkru hrundi hluti af þakinu á einni stúkunni um daginn og því seinkaði framkvæmdunum enn á ný og er málið að verða hið neyðarlegasta fyrir knattspyrnuyfirvöld á Englandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×