Mammút lagði Leipzig að fótum sér sl. föstudagskvöld á stórhljómleikum með belgunum í Deus. Mammút sendi nýlega frá sér sinn fyrsta geisladisk, sem hefur fengið fína dóma tónlistargagngrýnenda. Íslenska gítarrokkinu var tekið fagnandi af Þjóðverjum. Hljómleikarnir voru haldnir í tónleikasal sem áður var verksmiðjusalur í A-þýskri vopnaverksmiðju.

