Erlent

Dæmt vegna ódæðana í Beslan

Nur-Pashi Kulayev í dómssal í Vladikavkas í Rússlandi í morgun.
Nur-Pashi Kulayev í dómssal í Vladikavkas í Rússlandi í morgun. MYND/AP

Allt stefnir í að eini eftirlifandi maðurinn sem átti aðild að hryðjuverkaárásinni á barnaskóla í Beslan fyrir um einu og hálfu ári verði sakfelldur. Hryðjuverkamenn hertóku skólann og héldu honum í þrjá daga, þar til hersveitir réðust á skólann og frelsuðu gíslana. 330 féllu í skotbardaganum sem fylgdi, meirihluti þeirra börn.

Dómari byrjaði að lesa dómsorð í morgun og er búist við að það ferli taki einhverja daga. Fyrstu orð dómara benda þó til að maðurinn, Nur-Pashi Kulayev, verði sakfelldur. Hann sagður vera einn til frásagnar af téténsku aðskilnaðarsinnunum 32 sem réðust á skólann.

Kulayev hefur viðurkennt að hafa átt þátt í árásinni en neitað því að hafa myrt nokkurn. Saksóknarar krefjast dauðarefsingar þó að bann sé við því nú að dæma menn til dauða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×