Sport

Real hélt öðru sætinu þrátt fyrir tap

Zinedine Zidane lauk keppni með stæl og skoraði mark, en þurfti þó að sætta sig við enn eitt tapið í vetur gegn frábærum Evrópumeisturum félagsliða - Sevilla
Zinedine Zidane lauk keppni með stæl og skoraði mark, en þurfti þó að sætta sig við enn eitt tapið í vetur gegn frábærum Evrópumeisturum félagsliða - Sevilla NordicPhotos/GettyImages

Real Madrid tryggði sér í kvöld annað sætið í spænsku deildinni í knattspyrnu þrátt fyrir 4-3 tap fyrir Sevilla á útivelli í frábærum leik sem sýndur var beint á Sýn. Franski miðjumaðurinn Zinedine Zidane spilaði sinn síðasta leik fyrir Real í kvöld og skoraði mark, en það nægði liðinu ekki til sigurs.

Eftir að David Beckham hafði komið Real í 2-0 með mörkum á 16. og 26. mínútu, skoruðu heimamenn fjögur mörk í röð fyrir leikhlé og nánast gerðu út um leikinn. Zidane minnkaði muninn í 4-3 í þeim síðari, en lengra komust Madrídingar ekki og niðurstaðan því tap.

Það kom þó ekki að sök fyrir Real, því helstu keppinautar þeirra í Valencia töpuðu fyrir Osasuna á sama tíma og því hélt Madrid öðru sætinu naumlega. Eins og flestir vita er Barcelona löngu búið að tryggja sér Spánarmeistaratitilinn og getur unnið deildina með 15 stiga mun ef liðið leggur andstæðinga sína í lokaleiknum um næstu helgi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×