Enski boltinn

Martin Jol reiður út í sína menn

Martin Jol þarf að lesa duglega yfir hausamótunum á sínum mönnum eftir slaka frammistöðu í dag
Martin Jol þarf að lesa duglega yfir hausamótunum á sínum mönnum eftir slaka frammistöðu í dag NordicPhotos/GettyImages

Martin Jol, stjóri Tottenham, var ekki sáttur við frammistöðu sinna manna í dag þegar lið hans steinlá 3-1 fyrir Reading í ensku úrvalsdeildinni. Þetta voru ekki úrslitin sem stuðningsmenn Tottenham höfðu hugsað sér eftir frábæran sigur á Chelsea á dögunum.

"Við ætluðum okkur að gera betur í síðari hálfleik eftir að við lentum undir rétt fyrir leikhlé, en við þurftum á sterkum karakter að halda og því get ég ekki verið annað en svekktur og reiður eftir að við undirbjuggum okkur vel fyrir leikinn. Ég verð þó að gefa Reading það að þetta lið er ekki auðsigrað á þessum velli, en ef við leyfum okkur mistök á borð við þau sem við gerðum í dag - vinnum við ekki nokkurt einasta lið," sagði Martin Jol, sem er ekki vanur að bera tilfinningar sínar á torg eftir leiki.

Steve Coppell hjá Reading var að vonum ánægður með leik sinna manna. "Það þýðir ekkert að fara að draga ályktanir strax og þegar upp verður staðið vona ég að fyrstu þrír mánuðir tímabilsins verði ekki einu góðu mánuðirnir okkar. Þetta snýst allt um það hvar við endum í vor og ég hef alltaf sagt það að ef við höldum okkur í þessari deild í vor verði það betra og meira afrek en að vinna 1. deildina á síðustu leiktíð."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×