Sport

Kahn er enn bitur yfir að missa sæti sitt

Oliver Kahn líkar illa lífið á bekknum
Oliver Kahn líkar illa lífið á bekknum AFP

Þýski markvörðurinn Oliver Kahn fer ekki leynt með óánægju sína út í landsliðsþjálfarann Jurgen Klinsmann fyrir að taka sig úr byrjunarliði Þjóðverja. Jens Lehmann fékk byrjunarliðssætið skömmu fyrir keppnina og hefur það ekki orðið til að bæta vinskapinn milli markvarðanna tveggja, sem þó voru litlir félagar fyrir.

"Ég bjóst alltaf við því að fá útskýringu á ákvörðun Klinsmann að setja mig út úr liðinu, en hún hefur ekki komið enn. Þar til fyrir stuttu síðan, var ég viss um að það yrði ég sem stæði á milli stanganna í þýska markinu. Mér finnst óeðlilegt að maður sem hefur verið aðalmarkvörður í þetta langan tíma og hefur náð fínum árangri, sé settur út úr liðinu af því einhver annar þykir vera að spila örlítið betur í það skiptið. Það hefur verið gríðarlega erfitt að sitja á bekknum og ég reyni bara að flýta mér til búningsherbergja um leið og flautað er af," sagði Kahn ósáttur í samtali við þýska blaðið Bild.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×