Enski boltinn

Nýliðarnir eigast við í kvöld

Warnock líkir liði sínu við ketti í helvíti í botnbaráttunni ef þeir fara ekki að skora fleiri mörk
Warnock líkir liði sínu við ketti í helvíti í botnbaráttunni ef þeir fara ekki að skora fleiri mörk NordicPhotos/GettyImages

Einn leikur er á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld þegar nýliðar Watford taka á móti nýliðum Sheffield United. Fyrirfram má búast við mikilli hörku í leiknum þar sem liðin tvö eiga eftir að vilja sækja þrjú dýrmæt stig hvort af öðru í botnbaráttunni.

"Við verðum að skora fleiri mörk - það er á hreinu. Ef við förum ekki að skora meira, eigum við jafn mikla möguleika og köttur í helvíti á að halda okkur uppi í þessari deild. Ég veit hinsvegar að strákarnir geta það, því það vantar ekkert upp á skapgerð þeirra og baráttuvilja," sagði hinn litríki Neil Warnock, stjóri United. Liðin unnu hvort sinn leikinn í 1. deildinni á síðustu leiktíð, en báðir leikirnir unnust þá á útivelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×