Sport

Larsson fæst ekki til að vera áfram

Henrik Larsson er fæddur markaskorari, en hann er ákveðinn í að ganga til liðs við gamla félagið sitt Helsingborg í sænsku deildinni í sumar þar sem hann hyggst ljúka ferlinum
Henrik Larsson er fæddur markaskorari, en hann er ákveðinn í að ganga til liðs við gamla félagið sitt Helsingborg í sænsku deildinni í sumar þar sem hann hyggst ljúka ferlinum NordicPhotos/GettyImages

Frank Rijkaard, knattspyrnustjóri Barcelona segist ásamt öllu starfsliði sínu hafa gert ótal árangurslausar tilraunir til að sannfæra sænska sóknarmanninn Henrik Larsson um að vera eitt ár í viðbót í herbúðum liðsins, en Larsson ætlar sem kunnugt er að ganga í raðir Helsingborg í heimalandi sínu í sumar.

Larsson hefur farið á kostum með Barcelona undanfarið og hefur skorað í fimm leikjum í röð í spænsku deildinni. Hann hefur skorað níu mörk í úrvalsdeildinni í vetur þrátt fyrir að vera nær aldrei í byrjunarliðinu.

"Við höfum allir reynt að fá hann til að vera um kyrrt, en allt kemur fyrir ekki. Hann er ákveðinn í að fara aftur heim og við verðum bara að virða þá ákvörðun," sagði Rijkaard. "Hann er fyrirmyndar íþróttamaður og á meðan margir framherjar væla yfir því að vera á bekknum, hefur hann ekki látið það á sig fá," sagði stjórinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×