Sport

Gagnrýnir knattspyrnusambandið

Rafa Benitez segir að álagið í ensku knattspyrnunni muni líklega koma niður á landsliðinu á HM í sumar
Rafa Benitez segir að álagið í ensku knattspyrnunni muni líklega koma niður á landsliðinu á HM í sumar NordicPhotos/GettyImages

Rafa Benitez segir að enska knattspyrnusambandið sé að gera leikmönnum landsliðsins litla greiða með því mikla keppnisálagi sem sé í deildarkeppninni á Englandi og segir meiðslahættuna sem fylgi því að spila tvo leiki á þremur dögum mjög mikla.

Benitez bendir þá ekki síst á þá Steven Gerrard og Jamie Carragher sem væntanlega verði í enska landsliðshópnum á HM í sumar. "Það hjálpar varla enska landsliðinu á HM ef það missir nokkra af lykilmönnum sínum í meiðsli fyrir mótið og ég held að það geri leikmönnunum alls ekki gott að láta þá spila tvo leiki á þremur dögum eins og þeir þurfa að gera nú," sagði Benitez, en Liverpool sækir Birmingham heim í kvöld í bikarnum eftir að hafa lagt Newcastle að velli á útivelli í deildinni á sunnudag.

"Það er glórulaust að láta leikmenn spila tvo leiki á þremur dögum, því þeir eru einmitt í versta líkamlega ásigkomulaginu á þriðja degi frá leik. Meiðslahættan af svona álagi er gríðarleg og leikmenn eru aldrei nema í 70% leikformi svo stuttu eftir leik," sagði Spánverjinn áhyggjufullur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×