Sport

Breskir fjölmiðlar voru ósanngjarnir við Eriksson

Sven-Göran Eriksson átti ekki sjö dagana sæla þegar hann stýrði enska landsliðinu
Sven-Göran Eriksson átti ekki sjö dagana sæla þegar hann stýrði enska landsliðinu NordicPhotos/GettyImages

Tord Grip, fyrrum aðstoðarmaður landsliðsþjálfarans Sven-Göran Eriksson í starfstíð hans með enska landsliðið, segir að breskir fjölmiðlar hafi komið illa fram við Eriksson og bendir á að hann hafi ekki fengið það hrós sem hann átti skilið fyrir störf sín.

"Breska pressan kom illa fram við Sven og elti hann á röndum og bjó til fréttir um hann. Sven fékk aldrei að eiga sitt einkalíf í friði og mér þóttu vinnubrögð fjölmiðla á Englandi langt frá því að vera til sóma. Við hefðum vissulega kosið að komast lengra á HM og enda þetta með stæl, en ég get ekki sagt annað en að það hafi verið frábært að vinna með enska landsliðið," sagði Grip.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×