Sport

Varar við of mikilli bjartsýni

Harry Redknapp nýtur velgengni í upphafi leiktíðar
Harry Redknapp nýtur velgengni í upphafi leiktíðar NordicPhotos/GettyImages

Harry Redknapp hefur varað stuðninsmenn Portsmouth við of mikilli bjartsýni í kjölfar þess að liðið náði toppsætinu í ensku úrvalsdeildinni með sigri á Charlton í dag. Portsmouth hefur hvorki tapað leik né fengið á sig mark það sem af er deildarkeppninni, en stjórinn vill ekki að stuðningsmenn fari að byggja skýjaborgir.

"Við erum komnir á toppinn, en í mínum augum er þetta ekkert annað en góð byrjun. Vandinn er sá að væntingar fólks fara á mikið flug þegar liðið byrjar vel og allir fara að tala um Evrópusæti. Ef það svo gerist ekki, verður fólk fyrir vonbrigðum. Kannski er þessi byrjun að setja óþarfa pressu á okkur, en við ætlum að njóta þess til hins ítrasta. Okkur vantar enn nokkra góða leikmenn inn í hópinn og ég held að við séum með lið sem getur veit hverjum sem er góða samkeppni," sagði Redknapp.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×