Enski boltinn

West Ham í viðræðum vegna Ólympíuleikvangsins

Richard Caborn, íþróttamálaráðherra á Englandi, staðfestir í samtali við breska sjónvarpið í dag að úrvalsdeildarfélagið West Ham sé í alvarlegum viðræðum við Ólympíunefndina um að kaupa Ólympíuleikvanginn í London eftir leikana þar í borg árið 2012.

Þetta eru nokkuð einkennilegar fréttir á þessum tímapunkti þar sem vitað er að fleiri en einn aðili hefur áhuga á því að kaupa West Ham, en ljóst er að forráðamenn félagsins ætla ekki að setja það fyrir sig að verði hlaupabrautir í kring um völlinn - en það varð til þess að grannar þeirra í Tottenham hættu við að gera tilboð í mannvirkið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×