Sport

Eriksson tilkynnir enska hópinn

Enska landsliðið mætir Úrúgvæ á Anfield á miðvikudaginn
Enska landsliðið mætir Úrúgvæ á Anfield á miðvikudaginn NordicPhotos/GettyImages

Sven Göran Eriksson hefur tilkynnt 23-manna hópinn sem mætir Úrúgvæ í æfingaleik á Englandi á miðvikudaginn og þar eru talsverðar breytingar vegna þess að fjöldi fastamanna í liðinu eiga við meiðsli að stríða.

Wes Brown frá Manchester United kemur aftur inn í hópinn eftir að hafa verið fyrir utan liðið í um eitt ár og þá kemur félagi hans Gary Neville einnig inn í hópinn. Jamie Carragher hjá Liverpool kemur aftur inn í hópinn, sem og þeir Kieran Richardson og Darren Bent, sem koma úr yngra landsliðinu.

Phil Neville og Paul Koncheski detta báðir út úr hópnum sem tilkynntur hefur verið, en þeir Jonathan Woodgate, Sol Campbell, Michael Owen, Ashley Cole, Chris Kirkland, Owen Hargreaves og Kieron Dyer detta allir út úr myndinni vegna meiðsla.

Hér á eftir fer 23 manna hópur Englendinga sem mætir Úrúgvæ á Anfield á miðvikudaginn, en sá leikur verður einmitt sýndur í beinni útsendingu á Sýn.

Markverðir:

Robinson (Tottenham), Green (Norwich), James (Man City)

Útileikmenn:

Young (Charlton), Bridge (Chelsea), Terry (Chelsea), Brown (Man Utd), Ferdinand (Man Utd), King (Tottenham), G Neville (Man Utd), Carragher (Liverpool), Lampard (Chelsea), Beckham (Real Madrid), Gerrard (Liverpool), J Cole (Chelsea), Jenas (Tottenham), Wright-Phillips (Chelsea), Carrick (Tottenham), Richardson (Man Utd), D Bent (Charlton), Rooney (Man Utd), Crouch (Liverpool), Defoe (Tottenham).






Fleiri fréttir

Sjá meira


×