Enski boltinn

Reo-Coker hefur áhyggjur af framtíðinni

Reo-Coker átti frábæra leiktíð í fyrra en hefur ekki náð sér á strik í vetur
Reo-Coker átti frábæra leiktíð í fyrra en hefur ekki náð sér á strik í vetur NordicPhotos/GettyImages

Nigel Reo-Coker, fyrirliði West Ham, sagðist í morgun óttast mjög að verða látinn fara frá félaginu í janúar í kjölfar mikillar gagnrýni sem hann hefur orðið fyrir í vetur. Coker sló í gegn á síðustu leiktíð en hefur ekki náð sér á strik nú og hann óttast að brotthvarf Alan Pardew gæti orðið síðasti naglinn í kistu sína.

"Sá sem tekur við liðinu af Pardew hefur auðvitað allt um það að segja hvort ég verð hérna á næsta ári eða ekki en ég hef ekki hugmynd um það hvað gerist í janúar. Margir segja að það sé mér að kenna hvað okkur hefur gengið illa í vetur og að ég ætti að hypja mig frá liðinu," sagði Coker, en greinilegt er að þar á bænum er slæmt gengi liðsins farið að hafa mikil áhrif á sjálfstraustið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×