Enski boltinn

Ole Gunnar ekki á leið til Sunderland

Keane hefur ekki rætt við Solskjær um að ganga til liðs við Sunderland
Keane hefur ekki rætt við Solskjær um að ganga til liðs við Sunderland NordicPhotos/GettyImages

Roy Keane, knattspyrnustjóri Sunderland og fyrrum samherji framherjans Ole Gunnar Solskjær hjá Manchester United, segist ekki vera á höttunum eftir norska framherjanum í janúar eins og breskir fjölmiðlar hafa ritað í dag og í gær.

Þá hafði Sunderland einnig verið orðað við framherjann Giuseppe Rossi hjá Manchester United, sem nú spilar sem lánsmaður hjá Newcastle. Sænski framherjinn Henrik Larsson gengur til liðs við Manchester United í janúar og það kann að vera kveikjan að þessum fréttaflutningi. Keane segir að ekkert sé til í þessum vangaveltum.

"Ole er góður vinur minn og við ræðum oft saman í síma, en við höfum ekkert talað um að hann komi til Sunderland. Það er stutt síðan að ég var orðaður við leikmann sem ég hef engan áhuga á að fá til mín og svona slúður virðist oft verða til þegar umboðsmenn eru að bulla sína á milli," sagði Keane.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×