Enski boltinn

Larsson fer ekki frá Helsingborg

NordicPhotos/GettyImages

Martin O´Neill, stjóri Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni og fyrrum þjálfari sænska framherjans Henrik Larsson, segir algjörlega útilokað að fyrrum landsliðsframherjinn gangi í raðir Aston Villa eða Barcelona í janúar eins og mikið hefur verið rætt undanfarið.

"Ég sat til borðs með Larsson í Skotlandi um helgina þar sem var verið að vígja hann inn í heiðurshöll knattspyrnumanna þar í landi. Það er því eðlilegt að sögusagnir fari af stað - en ég get stöðvað þær hér og nú. Það er nákvæmlega enginn möguleiki að Larsson fari frá Helsingborg, því þar hefur hann komið sér vel fyrir með fjölskyldu sinni og vill ekki fara neitt annað. Hann var stórkostlegur hjá Celtic á sínum tíma og gegndi einnig mikilvægu hlutverki hjá Barcelona í fyrra, en nú er hann kominn til heimalandsins og fer ekkert þaðan," sagði O´Neill.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×