Enski boltinn

Frekari meiðsli í herbúðum Tottenham

Michael Dawson þarf að taka því rólega á næstu dögum eftir að hafa fengið heilahristing í gær
Michael Dawson þarf að taka því rólega á næstu dögum eftir að hafa fengið heilahristing í gær NordicPhotos/GettyImages

Frekari skörð voru höggvin í leikmannahóp enska úrvalsdeildarliðsins Tottenham í gær eftir sigurinn á Portsmouth, en þeir Michael Dawson og Pascal Chimbonda geta ekki æft með liðinu næstu viku vegna meiðsla. Dawson fékk heilahristing eftir samstuð við félaga sinn Tom Huddlestone og þurfti að leggjast inn á sjúkrahús í gærkvöld, en Chimbonda meiddist á kálfa og verður frá í að minnsta kosti viku.

Dawson má ekki æfa með liðinu fyrr en undir næstu helgi, en fyrir eru þeir Aaron Lennon og Steed Malbranque á meiðslalistanum. Þeir Ledley King, Jermain Defoe, Edgar Davids, Teemu Tainio og Dimitar Berbatov hafa einnig átt við meiðsli að stríða undanfarið og er það ekki til að bæta lélegt gengi liðsins í upphafi leiktíðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×