Tiltekt í vændum hjá Real 2. mars 2006 19:25 Ummæli Martin þykja benda til þess að tekið verði til í herbúðum Real Madrid á næstunni AFP Fernando Martin, sem á dögunum tók við embætti forseta Real Madrid í kjölfar afsagnar Florentino Perez, segist ekki kæra sig um að vera með lið fullt af milljónamæringum sem ekki leggi sig fram á knattspyrnuvellinum. Þessi skilaboð þykja bera vott um að hann hafi í hyggju að taka til í herbúðum liðsins í sumar, en stjörnum prýtt lið Real hefur alls ekki staðið undir væntingum í vetur. "Ég vil ekki vera með lið fullt af milljónamæringum í höndunum, heldur sækist ég eftir hóp leikmanna sem leggur allt að veði til að bregðast ekki stuðningsmönnum liðsins og eru tryggir stefnu félagsins 24 tíma sólarhrings," sagði Martin. "Ég er ekki maður sem hikar við að taka erfiðar ákvarðanir ef mér þykir ljóst að einhverjir leikmenn eru bara hérna til að hirða kaupið sitt, en þeir leikmenn sem gefa allt í vinnu sína munu hljóta óskipta náð og stuðning minn sem og annara." Martin segist þegar hafa sett saman nefnd manna sem mun kanna hvort kominn sé tími til að taka til í herbúðum liðsins og hefur látið í veðri vaka að þeir sem ekki standast rannsókn nefndarinnar og hafa ekki lagt sig alla fram undanfarið - verði einfaldlega látnir fara frá félaginu. Brasilíski framherjinn Ronaldo er einn þeirra sem hefur verið gagnrýndur hvað mest fyrir framlag sitt að undanförnu og þykir viðmót hans hafa slæm áhrif á liðsandann. Þessar yfirlýsingar forsetans koma eflaust til með að hafa jákvæð áhrif á stuðningsmenn liðsins, sem flestir eru búnir að fá upp í kok af slæmu gengi liðsins í vetur, sem kórónaðist með tapi liðsins gegn slöku liði Mallorca á dögunum. Erlendar Fótbolti Íþróttir Spænski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Sjá meira
Fernando Martin, sem á dögunum tók við embætti forseta Real Madrid í kjölfar afsagnar Florentino Perez, segist ekki kæra sig um að vera með lið fullt af milljónamæringum sem ekki leggi sig fram á knattspyrnuvellinum. Þessi skilaboð þykja bera vott um að hann hafi í hyggju að taka til í herbúðum liðsins í sumar, en stjörnum prýtt lið Real hefur alls ekki staðið undir væntingum í vetur. "Ég vil ekki vera með lið fullt af milljónamæringum í höndunum, heldur sækist ég eftir hóp leikmanna sem leggur allt að veði til að bregðast ekki stuðningsmönnum liðsins og eru tryggir stefnu félagsins 24 tíma sólarhrings," sagði Martin. "Ég er ekki maður sem hikar við að taka erfiðar ákvarðanir ef mér þykir ljóst að einhverjir leikmenn eru bara hérna til að hirða kaupið sitt, en þeir leikmenn sem gefa allt í vinnu sína munu hljóta óskipta náð og stuðning minn sem og annara." Martin segist þegar hafa sett saman nefnd manna sem mun kanna hvort kominn sé tími til að taka til í herbúðum liðsins og hefur látið í veðri vaka að þeir sem ekki standast rannsókn nefndarinnar og hafa ekki lagt sig alla fram undanfarið - verði einfaldlega látnir fara frá félaginu. Brasilíski framherjinn Ronaldo er einn þeirra sem hefur verið gagnrýndur hvað mest fyrir framlag sitt að undanförnu og þykir viðmót hans hafa slæm áhrif á liðsandann. Þessar yfirlýsingar forsetans koma eflaust til með að hafa jákvæð áhrif á stuðningsmenn liðsins, sem flestir eru búnir að fá upp í kok af slæmu gengi liðsins í vetur, sem kórónaðist með tapi liðsins gegn slöku liði Mallorca á dögunum.
Erlendar Fótbolti Íþróttir Spænski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Sjá meira