Sport

Scolari ræddi við Englendinga

Enska knattspyrnusambandið fundaði fyrir helgi með landsliðsþjálfara Portúgala, Luiz Felipe Scolari, um stöðu landsliðsþjálfara enska landsliðsins. Þessu halda fjölmargir enskir fjölmiðlar fram í dag en enska sambandið leitar nú logandi ljósi að eftirmanni Sven-Göran Eriksson sem hættir með liðið eftir HM í Þýskalandi í sumar.

Scolari sem er 57 ára gamall Brasilíumaður mætti á fundinn ásamt fyrrverandi landsliðsþjálfara Englands, Sir Bobby Robson á föstudaginn. Samningur Scolari við portúgalska knattspyrnusambandið rennur út eftir HM í sumar en hann er annar tveggja erlendra þjálfara sem eru orðaðir við stöðuna auk Hollendingsins Guus Hiddink.

Þá hefur áður verið staðfest að enska sambandið hafi fundað með Alan Curbishley, knattspyrnustjóra Charlton.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×