Rokklag um fótboltamann slær í gegn á Englandi 19. mars 2006 15:15 Lloyd Owusu er hér í baráttunni um boltann við Hermann Hreiðarsson í leik Brentford og Charlton í ensku bikarkeppninni í síðasta mánuði. Hermann lék einmitt áður hjá Brentford. Eitt vinsælasta rokklagið í Bretlandi þessa dagana fjallar um sóknarmann enska 2. deildarliðsins Brentford, Lloyd Owusu. Þannig er í pottinn búið að bassaleikari hinnar ævafornu rokksveitar Status Quo, John 'Rhino' Edwards, er mikill stuðningsmaður Brentford sem leikur í C-deildinni í knattspyrnu á Englandi. 'Rhino' samdi á dögunum lagið "Owusu, The One And Only" og hefur því verið halað niður rúmlega 8 þúsund sinnum af heimasíðu félagsins síðan lagið var sett þar inn fyrir hálfum mánuði. Venjulega myndi slíkt niðurhal duga til að koma lagi inn á topp 20 á breska vinsældarlistanum en þar sem fótboltavefsíður eru ekki viðurkenndar við útreikninga á vinsældarlistanum mun það líklega ekki koma fram í sjónvarpsþættinum Top of the Pops. Lagið er grípandi og fjörugur rokksmellur. "Nashyrningurinn" eða "Rhino" sem er viðurnefni bassaleikarans, lokaði sig inni í stúdíóinu sínu í viku til að klára lagið og fínpússa. Viðlagið "The on and only" ómar á heimaleikjum Brentford þessa dagana og verður eflaust hvetjandi fyrir sóknarmanninn sem reyndar hefur ekki tekist að skora nema 10 mörk fyrir liðið á tímabilinu. Rhino fannst sem stuðningsmenn liðsins einblíndu ekki nóg á kosti leikmannsins sem honum sjálfum finnst gefa allt sitt hjarta fyrir félagið. Brentford er í 2. sæti í C-deild (League 1) og í mikilli baráttu um að komast upp í Championship deildina en liðið er aðeins 6 stigum frá toppsætinu. Enski boltinn Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Fleiri fréttir Í beinni: Newcastle - Nottingham Forest | Áhugaverð viðureign á St James' Park Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stresuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira
Eitt vinsælasta rokklagið í Bretlandi þessa dagana fjallar um sóknarmann enska 2. deildarliðsins Brentford, Lloyd Owusu. Þannig er í pottinn búið að bassaleikari hinnar ævafornu rokksveitar Status Quo, John 'Rhino' Edwards, er mikill stuðningsmaður Brentford sem leikur í C-deildinni í knattspyrnu á Englandi. 'Rhino' samdi á dögunum lagið "Owusu, The One And Only" og hefur því verið halað niður rúmlega 8 þúsund sinnum af heimasíðu félagsins síðan lagið var sett þar inn fyrir hálfum mánuði. Venjulega myndi slíkt niðurhal duga til að koma lagi inn á topp 20 á breska vinsældarlistanum en þar sem fótboltavefsíður eru ekki viðurkenndar við útreikninga á vinsældarlistanum mun það líklega ekki koma fram í sjónvarpsþættinum Top of the Pops. Lagið er grípandi og fjörugur rokksmellur. "Nashyrningurinn" eða "Rhino" sem er viðurnefni bassaleikarans, lokaði sig inni í stúdíóinu sínu í viku til að klára lagið og fínpússa. Viðlagið "The on and only" ómar á heimaleikjum Brentford þessa dagana og verður eflaust hvetjandi fyrir sóknarmanninn sem reyndar hefur ekki tekist að skora nema 10 mörk fyrir liðið á tímabilinu. Rhino fannst sem stuðningsmenn liðsins einblíndu ekki nóg á kosti leikmannsins sem honum sjálfum finnst gefa allt sitt hjarta fyrir félagið. Brentford er í 2. sæti í C-deild (League 1) og í mikilli baráttu um að komast upp í Championship deildina en liðið er aðeins 6 stigum frá toppsætinu.
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Fleiri fréttir Í beinni: Newcastle - Nottingham Forest | Áhugaverð viðureign á St James' Park Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stresuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira