Enski boltinn

Wembley opnaður á næsta ári

NordicPhotos/GettyImages

Enska knattspyrnusambandið hefur loksins bundið enda á deilur sínar við verktaka sem standa að byggingu nýja Wembley leikvangsins í Lundúnum og því hefur verið tilkynnt að þetta vandræðamannvirki verði loks opnað formlega í byrjun næsta árs. Sambandið er þó ekki tilbúið að lofa því að úrslitaleikurinn í enska bikarnum geti farið þar fram næsta vor.

Sambandið vill ekki að skrípaleikurinn frá því síðasta vor endurtaki sig og því hefur verið ákveðið að úrslitaleikurinn fari fram í Cardiff i Wales eins og verið hefur. Heimildarmaður breska sjónvarpsins fullyrðir engu að síður að úrslitaleikurinn verði spilaður á Wembley, sem mun kosta nær 800 milljónir punda í byggingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×