Enski boltinn

Eggert ósáttur við samninga Tevez og Mascherano

Eggert er ekki sáttur við mál þeirra Tevez og Masherano og útilokar ekki að þeir fari frá West Ham í sumar
Eggert er ekki sáttur við mál þeirra Tevez og Masherano og útilokar ekki að þeir fari frá West Ham í sumar AFP

Eggert Magnússon segir að þó West Ham hafi alls ekki í hyggju að losa sig við Argentínumennina Javier Mascherano og Carlos Tevez í janúar, sé samningurinn sem þeir gerðu við félagið alls ekki að sínu skapi.

Leikmennirnir tveir komu til enska félagsins í sumar, en það er viðskiptajöfurinn Kia Joorabchian sem á kaupréttinn á þeim og enn hefur ekki fengist almennilega uppgefið hvernig stóð á því að leikmennirnir enduðu á Englandi - þar sem þeim hefur alls ekki tekist að festa sig í sessi.

"Ég er alls ekki hrifinn af þeirri þróun að viðskiptamenn og umboðsmenn geti átt réttinn á leikmönnum og ég vil ekki byggja upp lið með þessum hætti. Sem áhugamaður um knattspyrnu, þykir mér þetta ekki rétt gagnvart leikmönnunum og ég er þeirrar skoðunar að knattspyrnufélögin sem leikmennirnir spila fyrir eigi að hafa með þá að gera og enginn annar," sagði Eggert í samtali við Sky fréttastofuna í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×