Sport

Síðbúnu tilboði í Senna var hafnað

United gerði endurbætt tilboð í Senna á síðustu stundu, en því var hafnað
United gerði endurbætt tilboð í Senna á síðustu stundu, en því var hafnað NordicPhotos/GettyImages

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hefur viðurkennt að félagið hafi gert endurbætt tilboð í miðjumanninn Marcos Senna hjá Villarreal á síðustu stundu fyrir lokun félagaskiptagluggans, en því hafi verið hafnað. Ferguson var lengi á eftir Owen Hargreaves hjá Bayern Munchen, en gerði eina lokatilraun við Senna eftir að Þjóðverjarnir neituðu alfarið að selja Hargreaves.

"Það er ekkert leyndarmál að við vorum fast á eftir þessum leikmönnum, en við hengjum ekki haus þó það hafi gengið. Byrjun okkar í deildinni lofar góðu og þó fólk sé svartsýnt á að við náum árangri í vetur, hef ég fulla trú á að geta verið í baráttunni á öllum vígstöðvum með það lið sem ég hef í höndunum. Að minnsta kosti tel ég að eitthvað stórkostlegt þurfi að koma fyrir svo við komumst ekki upp úr riðli okkar í meistaradeildinni eins og í fyrra," sagði Ferguson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×