Enski boltinn

Okkas fer til Blackburn

Yannakis Okkas er hér í baráttunni með Olympiakos
Yannakis Okkas er hér í baráttunni með Olympiakos NordicPhotos/GettyImages

Umboðsmaður framherjans Yannakis Okkas hjá Olympiakos í Grikklandi hefur staðfest að skjólstæðingur hans sé búinn að ná samkomulagi við enska úrvalsdeildarfélagið Blackburn. Okkas gengst undir læknisskoðun og verður til reynslu hjá liðinu í næsta mánuði og ef það kemur vel út mun hann líklega ganga frá samningi við félagið í janúar.

Okkas er 29 ára gamall og hefur Mark Hughes stjóri Blackburn séð hann spila þrjá landsleiki fyrir Kýpur. Okkas skoraði einmitt mark Kýpurbúa í jafnteflinu fræga við Þjóðverja í síðasta mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×