Sport

Enska úrvalsdeildin er maraþonhlaup

Rafa Benitez
Rafa Benitez NordicPhotos/GettyImages

Rafa Benitez hafði ekki miklar áhyggjur af því að hafa tapað tveimur stigum í fyrsta leik sínum með Liverpool á leiktíðinni í dag og líkti keppni í ensku úrvalsdeildinni við maraþonhlaup, aðeins væri búinn kílómeter af hlaupinu og því engin ástæða til að örvænta. Hann hefur þó meiri áhyggjur af þeim leikmönnum sem hann missti í meiðsli í leiknum gegn Sheffield United í dag.

"Við örvæntum ekki þó við höfum tapað stigum í dag. Við vissum að þetta yrði erfiður leikur og við spilum nokkra mikilvæga leiki um þessar mundir. Ég tel að dómarinn hafi tekið rétta ákvörðun með því að dæma vítaspyrnu, því Steven Gerrard sagði mér að hann hefði verið felldur. Úrslit leikja ráðast sjaldnast á einu atviki og við vorum slakir í fyrri hálfleik í dag," sagði Benitez eftir leikinn við Sheffield United og bætti við að hann óttaðist að þeir John Arne Riise og Jamie Carragher yrðu báðir frá keppni í 10-15 daga eftir að þeir fóru meiddir af velli í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×