Erlent

113 fórust í flugslysi

Kafarar búa sig undir að fara að flaki flugvélarinnar.
Kafarar búa sig undir að fara að flaki flugvélarinnar.

113 manns létust þegar armensk farþegaflugvél brotlenti í Svartahafinu í nótt. Flugvélin var frá armenska flugfélaginu Armavia Airlines og var á leið frá Yerevan til Schoci í Rússlandi.

Flugvélin, sem er af gerðinni Airbus 320, var í aðflugi þegar hún hrapaði og lenti í sjónum. Björgunarmenn telja að enginn hafi lifað slysið af en þeir hafa nú þegar fundið á annan tug líka. Mikil rigning og vont veður er á svæðinu svo aðstæður til leitar eru með erfiðasta móti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×