Fótbolti

Owen á von að vera settur á bekkinn

Micheal Owen, leikmaður enska landsliðsins segir að hann eigi allt eins von á því að verma bekkinn í síðasta leiknum í riðlakeppninni en þá leikur England gegn Svíum.

Owen var skipt út af fyrir Wayne Rooney í leiknum gegn Trínidad & Tóbagó í gær.

"Ég hef svo sem ekkert áhyggjur af þessu, ef ég verð á bekknum þá verð ég á bekknum. Ég hef verið varamaður áður og ekkert athugavert við það. Ef þjálfarinn telur það betri kost fyrir liðið þá gerir hann það sem hann telur vera rétt. Þannig er bara fótboltinn. Ég hef æft vel og mér líður vel. Mín skoðun er að ég hef ekki verið að leika illa en ég hef ekki náð að skora til þessa. Ef þjálfarinn telur að Wayne Rooney eigi að koma inn í liðið fyrir mig þá er það hans mál. Hann ræður þessu og það er ekkert hægt að segja eða gera við því," sagði Owen.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×