Enski boltinn

Eggert ætlar að ræða við Kenyon

Shaun Wright-Phillips
Shaun Wright-Phillips NordicPhotos/GettyImages

Eggert Magnússon sagði í samtali við BBC í dag að hann ætlaði að setjast niður með Peter Kenyon hjá Chelsea með það í huga að ræða hugsanleg kaup West Ham á vængmanninum Shaun Wright-Phillips. Alan Pardew, stjóri West Ham, er ósáttur við að Chelsea hafi lekið fyrirspurn félagsins í blöðin.

"Ég þekki Peter Kenyon vel og ég mun ræða við hann um Shaun Wright-Phillips," sagði Eggert. "Hann hefur ekki verið að spila mikið með Chelsea, en hann er mjög góður leikmaður."

"Við eigum það til að taka upp símann og spyrjast fyrir um leikmenn annað veifið, en mér fannst ekki sniðugt af Chelsea að leka því í blöðin. Við erum ekkert búnir að gera formlegt tilboð í leikmanninn - svo það sé á hreinu," sagði Alan Pardew knattspyrnustjóri West Ham.

Talið er að leikmaðurinn muni kosta að minnsta kosti 10 milljónir punda ef hann á að fara frá Chelsea, þar sem hann hefur lítið sem ekkert fengið að spila síðan hann var keyptur á 21 milljón punda frá Manchester City í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×