Enski boltinn

United missti af stóru tækifæri

NordicPhotos/GettyImages

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, vill meina að topplið Manchester United hafi í dag missta af stóru og gullnu tækifæri til að ná afgerandi forystu í deildinni. Liðin skildu jöfn 1-1 í stórleik helgarinnar í dag.

"Manchester United missti af stóru tækifæri til að ná góðri forystu í deildinni, en við gerðum líka vel í að neita þeim um það. Þrjú stig eru ekki mikið í þessari deild - einn leikur - ein helgi. Þeir voru betri en við í fyrri hálfleik en við betri en þeir í þeim síðari.

United kom inn í þennan leik fullt af sjálfstrausti með vindinn í seglin og ef ég væri í þeirra sporum væri ég nokkuð vonsvikinn. Þeir geta þó farið frá þessum leik með sama hugarfari og við - sáttir við sanngjarnt stig," sagði Mourinho og hrósaði markaskoraranum Ricardo Carvalho.

"Ricardo var að mínu mati maður leiksins og því langar mig að tileinka frammistöðu liðsins í dag læknaliðinu. Menn gleyma því oft hvað læknarnir og sjúkraþjálfararnir standa sig vel í sínu starfi," sagði Mourinho en Carvalho hafði verið tæpur vegna meiðsla fyrir leikinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×