Menning

Eyrarrós í hnappagat

Þjóðlagahátíð á Siglufirði. Hampaði verðlaunum Listahátíðarinnar, Eyrarrósinni, í fyrra.
Þjóðlagahátíð á Siglufirði. Hampaði verðlaunum Listahátíðarinnar, Eyrarrósinni, í fyrra.

Nýlega var auglýst eftir umsóknum um Eyrarrósina 2007, viðurkenningu til framúrskarandi menningarstarfs á landsbyggðinni og rennur umsóknarfrestur út 13. nóvember. Verðlaun verða afhent verður í þriðja sinn í janúar 2007. Þjóðlagahátíðin á Siglufirði hlaut fyrstu Eyrarrósina, sem afhent voru árið 2005 og Eyrarrósina 2006 hlaut LungA, listahátíð ungs fólks, Austurlandi.

Úthlutunarnefnd tilnefnir þrjú verkefni úr hópi umsækjenda og hljóta þau öll sérstaka kynningu. Eitt þeirra hlýtur Eyrarrósina, verðlaunafé kr. 1.500.000 og verðlaunagrip eftir Steinunni Þórarinsdóttur, til eignar. Hin tvö hljóta kr. 200.000 viðurkenningu og öll verkefnin fá flugferðir með Flugfélagi Íslands.

Viðurkenningin Eyrarrósin á rætur sínar í samningi sem Listahátíð í Reykjavík, Byggðastofnun og Flugfélag Íslands gerðu árið 2004 um eflingu menningarlífs á landsbyggðinni. Markmiðið með samningnum er að stuðla að auknu menningarlífi á landsbyggðinni, auka kynningarmöguleika einstakra sveitarfélaga og landshluta, gefa íbúum landsins kost á afburða alþjóðlegum listviðburðum og skapa sóknarfæri á sviði menningartengdrar ferðaþjónustu.

Verkefnisstjórn Eyrarrósarinnar, skipuð forstjóra og stjórnarformanni Byggðastofnunar og stjórnanda og framkvæmdastjóra Listahátíðar í Reykjavík, tilnefnir og velur verðlaunahafa úr hópi umsækjenda, en umsækjendur geta verið m.a. stofnun, safn, tímabundið verkefni eða menningarhátíð.

Viðurkenningin verður veitt í janúar 2007. Verndari Eyrarrósarinnar er Dorrit Moussaieff forsetafrú. Allar nánari upplýsingar um Eyrarrósina eru á heimasíðu Listahátíðar í Reykjavík, www.listahatid.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.