Af uppboðum 16. nóvember 2006 08:00 Myndlist Tréristan dýra eftir Edward Munch. Tvö íslensk málverk voru slegin í fyrradag á uppboði Bruun Rasmussen í Landskrona. Bæði verkin voru kynnt á vef fyrirtækisins danska sem þau væru eftir nafnlausa listamenn en íslenska. Annað verkið er eftir Þorbjörgu Höskuldsdóttur frá 1988 (66x1.000) og fór á 5.500 dkr., eða 66.292 ísl. kr. Hitt verkið er eftir Guðbjörgu Láru frá 1989 (74x80) og seldist á 1.650 dkr., – 19.887 ísl. kr. Mestu tíðindi af uppboðum í Evrópu á síðustu dögum er sala á þrykki eftir Edward Munch í Stokkhólmi. Þar seldist á mánudag tréþrykkið Tvær manneskjur – hin einmana fyrir hátt verð, svo hátt að uppboðshaldarinn taldi verðið heimsmet: 88,5 milljónir íslenskra króna. Var því víða slegið upp að þetta væri hæsta verð sem fengist hefði fyrir þrykk. En Blomqvist Kunsthandel mátti éta allt ofan í sig. Víst var þetta hæsta verð sem fengist hafði fyrir Munch, en verk eftir Picasso sem selt var í Galleri Kronfeld í Sviss 1990, Minotauromachie, fór þá á rúmar 120 milljónir. Síðustu uppboð hér á landi á árinu verða 3. desember á vegum Gallerís Foldar og á vegum Skaftfells á Seyðisfirði snemma í desember. Það verður eftirtektarvert en þar verða slegin 42 verk eftir 36 listamenn. Þeir eru Anna Líndal, Aðalheiður Eysteinsdóttir, Bernt Koberling, Birgir Andrésson, Bjarni Þór Sigurbjörnsson, Björn Roth, Carl Boutard, Daði Guðbjörnsson, Davíð Örn Halldórsson, Dieter Roth, Elín Helena, Erling Klingenberg, Garðar Eymundsson, Georg Guðni, Guðjón Ketilsson, Halla Dögg Önnudóttir, Halldór Ásgeirsson, Hallgrímur Helgason, Haraldur Jónsson, Hildigunnur Birgisdóttir. Húbert Nói, Hulda Hákon, Inga Jónsdóttir, Jón Laxdal, Jón Óskar, Kristján Guðmundsson, Kristján Steingrímur, Kristofer Taylor, Margrét M. Norðdahl, Ómar Stefánsson, Bjarni Þórarinsson og Goddur, Pétur Kristjánsson, Pétur Már Gunnarsson, Sigurður Guðmundsson, Sirra Sigrún Sigurðardóttir, Þórarinn Hugleikur Dagssons og Þrándur Þórarinsson. Listamennirnir hafa allir gefið verk sín í þeim tilgangi að þau verði boðin upp og mun ágóðinn nýtast í frekari uppbyggingu Skaftfells. Verkin eru nú til sýnis í Skaftfelli á Seyðisfirði en dagsetning uppboðsins er ekki ákveðin. Menning Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Tvö íslensk málverk voru slegin í fyrradag á uppboði Bruun Rasmussen í Landskrona. Bæði verkin voru kynnt á vef fyrirtækisins danska sem þau væru eftir nafnlausa listamenn en íslenska. Annað verkið er eftir Þorbjörgu Höskuldsdóttur frá 1988 (66x1.000) og fór á 5.500 dkr., eða 66.292 ísl. kr. Hitt verkið er eftir Guðbjörgu Láru frá 1989 (74x80) og seldist á 1.650 dkr., – 19.887 ísl. kr. Mestu tíðindi af uppboðum í Evrópu á síðustu dögum er sala á þrykki eftir Edward Munch í Stokkhólmi. Þar seldist á mánudag tréþrykkið Tvær manneskjur – hin einmana fyrir hátt verð, svo hátt að uppboðshaldarinn taldi verðið heimsmet: 88,5 milljónir íslenskra króna. Var því víða slegið upp að þetta væri hæsta verð sem fengist hefði fyrir þrykk. En Blomqvist Kunsthandel mátti éta allt ofan í sig. Víst var þetta hæsta verð sem fengist hafði fyrir Munch, en verk eftir Picasso sem selt var í Galleri Kronfeld í Sviss 1990, Minotauromachie, fór þá á rúmar 120 milljónir. Síðustu uppboð hér á landi á árinu verða 3. desember á vegum Gallerís Foldar og á vegum Skaftfells á Seyðisfirði snemma í desember. Það verður eftirtektarvert en þar verða slegin 42 verk eftir 36 listamenn. Þeir eru Anna Líndal, Aðalheiður Eysteinsdóttir, Bernt Koberling, Birgir Andrésson, Bjarni Þór Sigurbjörnsson, Björn Roth, Carl Boutard, Daði Guðbjörnsson, Davíð Örn Halldórsson, Dieter Roth, Elín Helena, Erling Klingenberg, Garðar Eymundsson, Georg Guðni, Guðjón Ketilsson, Halla Dögg Önnudóttir, Halldór Ásgeirsson, Hallgrímur Helgason, Haraldur Jónsson, Hildigunnur Birgisdóttir. Húbert Nói, Hulda Hákon, Inga Jónsdóttir, Jón Laxdal, Jón Óskar, Kristján Guðmundsson, Kristján Steingrímur, Kristofer Taylor, Margrét M. Norðdahl, Ómar Stefánsson, Bjarni Þórarinsson og Goddur, Pétur Kristjánsson, Pétur Már Gunnarsson, Sigurður Guðmundsson, Sirra Sigrún Sigurðardóttir, Þórarinn Hugleikur Dagssons og Þrándur Þórarinsson. Listamennirnir hafa allir gefið verk sín í þeim tilgangi að þau verði boðin upp og mun ágóðinn nýtast í frekari uppbyggingu Skaftfells. Verkin eru nú til sýnis í Skaftfelli á Seyðisfirði en dagsetning uppboðsins er ekki ákveðin.
Menning Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira