Menning

Uppskriftir að höfundi

Rúnar Helgi Vignisson, rithöfundur og bókaútgefandi
Ræðir um sögupersónu sína sem sumir telja hann sjálfan.
Rúnar Helgi Vignisson, rithöfundur og bókaútgefandi Ræðir um sögupersónu sína sem sumir telja hann sjálfan.

Félag bókmenntafræðinema í Háskóla Íslands kallar sig Torfhildi til heiðurs fyrsta íslenska atvinnuhöfundinum, Torfhildi Hólm. Á morgun verður það með málþing sem öllum er opið í Odda á háskólalóðinni, stofu 101 kl. 15. Þar verða í boði kökur á basar fyrir gesti: Kaffi og kökur í boði Torfhildar; skúffu-, gulrótar-, bláberja-, marengs- og eplakökur.

Þess utan er boðið upp á erindi og spjall um efnið: Uppskrift að höfundi. Þar taka til máls Hallgrímur Helgason en hans tillegg heitir "Lesandinn er slappur, bókin er veik en höfundurinn hress". Hávar Sigurjónsson talar um ¿Höfundinn í leikhúsinu". Rúnar Helgi Vignisson kallar sitt spjall "Egill spegill: Rúnar Helgi Vignisson heilsar upp á Egil Grímsson". Þá eru tvö tillegg frá nemendum: Arnar Sigurðsson og Atli Bollason eru með atriði: "01 - [Atli og Arnar] - Höfundurinn feat. Barthes/Foucault - PoMo REMIX.mp3" og Tinna Mjöll Karlsdóttir kemur með óvænt innslag um höfundinn út frá femínísku sjónarhorni. "Opnað verður fyrir stuttar spurningar eftir hvert erindi" segir í tilkynningu félagsins. Allir eru velkomnir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×