Enski boltinn

Warnock reiður út í Kenny

NordicPhotos/GettyImages

Neil Warnock, stjóri Sheffield United, segist vera bæði reiður og vonsvikinn út í írska markvörðinn Paddy Kenny eftir að hann lenti í slagsmálum í Halifax á dögunum og uppskar að láta bíta af sér aðra augabrúnina.

"Hann hefur brugðist mér og sjálfum sér með þessu háttalagi sínu og ég held að hann sé mjög vonsvikinn út í sjálfan sig. Þessir ungu menn verða að fara að læra það að þeir eru fljótir að verða fréttaefni af því þeir spila í ensku úrvalsdeildinni. Hann fer ekki aftur til Halifax í bráð, það er víst," sagði Warnock.

Kenny er írskur landsliðsmarkvörður og hefur þurft að þola mikla stríðni þegar liði leikur á útivöllum vegna vaxtarlags síns, en hann þykir ekki sérlega íþróttamannslega vaxinn. "Kenny tekur nokkra pressu af mér og fær góðan skerf af stríðni stuðningsmanna andstæðinganna. Ef þú spyrð mig hvort hann sé í stærra lagi - yrði ég líklega að svara játandi," sagði Warnock.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×