Enski boltinn

Segir stjóra öfunda Sam Allardyce

Sam Allardyce er oft gagnrýndur fyrir leikstíl Bolton, en árangurinn lætur sjaldnast á sér standa
Sam Allardyce er oft gagnrýndur fyrir leikstíl Bolton, en árangurinn lætur sjaldnast á sér standa NordicPhotos/GettyImages

Sir Alex Ferguson segir að þeir stjórar sem gagnrýni leikstíl Sam Allardyce og Bolton liðsins séu einfaldlega öfundsjúkir og bitrir af því þeim takist sjaldan að vinna sigur á Bolton. Rafa Benitez hjá Liverpool er einn þeirra sem hefur verið hvað duglegastur við að gagnrýna Allardyce.

"Ef menn eru að gagnrýna Sam er það líklega vegna þess að liðið þeirra tapar alltaf fyrir Bolton. Enginn vill tapa leikjum og ég held að það setjist á sálina hjá mönnum ef þeir tapa fyrir Bolton og þá fara þeir oft að segja að liðið beiti bellibrögðum. Ég held að stuðningsmenn Bolton séu mjög sáttir við stöðu mála því liðið er að vinna leiki og ég sé ekki betur en að Sam hafi unnið frábært starf hjá félaginu undanfarin ár," sagði Ferguson en Manchester United fær það erfiða verkefni að mæta Boltoná útivelli um helgina, þar sem það hefur þó ekki tapað leik síðan 1978.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×