Erlendir fjárfestar velkomnir 28. febrúar 2007 00:01 Fateh Assonane, framkvæmdastjóri Alsírsku fjárfestingastofunnar Fateh og eiginkona hans stofnuðu Alsírsku fjárfestingastofuna sem hefur það hlutverk að koma á viðskiptasamböndum milli Íslands og Alsírs. Fateh Assonane er Alsírbúi sem ferðast hefur víða um heim. Þegar hann var sautján ára tók ævintýraþráin völdin og hann lagði af stað til Evrópu með nesti og nýja skó. Þar ferðaðist hann landa á milli um nokkurt skeið og heimsótti meðal annars Ungverjaland, Spán, Frakkland og Þýskaland. Að lokum kom hann til Noregs þar sem hann kynntist núverandi eiginkonu sinni, Sigrúnu Einarsdóttur. Henni fylgdi hann alla leið til Íslands. Þetta var árið 1998 og hér hafa þau hjónin verið síðan. Saman eiga þau tvö börn, sjö og fimm ára, auk þess sem eiginkona Fateh á ellefu ára gamlan son. Ísland hefur margt að bjóða AlsírFateh hefur sterkar taugar til þjóðar sinnar og heldur miklum tengslum við landið. Þessi tengsl og trúin á þau tækifæri sem leynast í heimalandi hans leiddu til þess að hann og eiginkona hans stofnuðu Alsírsku fjárfestingastofuna. Markmiðið með stofnun hennar er að koma á viðskiptasamböndum milli Íslands og Alsír. Hlutverk hennar verður meðal annars að miðla upplýsingum um alsírska menningu og viðskiptalíf, vera í forsvari fyrir íslensk fyrirtæki í Alsír, aðstoða við samskipti og þýðingar, skipuleggja viðskiptaferðir og aðstoða við uppsetningu skrifstofu- og íbúðarhúsnæði í landinu.Fateh er sannfærður um að tækifæri séu í viðskiptum milli landanna tveggja. „Ég hef fylgst náið með hversu hratt íslenskt efnahagslíf hefur vaxið undanfarin ár. Íslendingar búa yfir margvíslegri þekkingu sem má flytja til Alsír þar sem mikið verk er óunnið í uppbyggingu atvinnuvega. Íslendingar geta til dæmis kennt Alsírbúum að nýta jarðvarmann sem þar leynist og nýjar aðferðir í sjávarútvegi. Svo myndi ég óska mér að fá skyr til Alsír, þangað þarf að flytja meira af hollum matvörum og minna af óhollum."Alsírska fjárfestingastofan hefur ekki verið opnuð formlega. Þrátt fyrir það eru nokkur verkefni þegar farin af stað og ýmsar áætlanir á prjónunum. Þegar hefur verið komið á viðskiptasambandi milli íslensks fyrirtækis og alsírsks sem Fateh segir spennandi samstarf. Meira en það gefur hann ekki upp enda ríkir mikil leynd yfir samstarfinu. Hann segir frétta að vænta af því innan skamms.Moldríkt af náttúruauðlindumAlsír er annað stærsta Afríkuríkið með 33 milljónir íbúa. Landið er frá náttúrunnar hendi moldríkt af náttúruauðlindum. Vinnsla jarðefnaeldsneytis skapar um 97 prósent af útflutningstekjum landsins. Eftir að forseti landsins, Abdelaziz Bouteflika, komst til valda árið 1999 hefur allt verið á uppleið að sögn Fatehs. „Bouteflika er mjög umhugað um að bæta ástandið í landinu sem honum hefur tekist á ótrúlega skömmum tíma. Hann hefur markvisst ráðist á ýmis mein samfélagsins á borð við spillingu og skrifræði, með góðum árangri."Að mati Fatehs eru Alsírbúar því upp til hópa ánægðir með aðkomu útlendinga enda skapist atvinna og tækifæri sem hafa ekki verið á hverju strái undanfarin árin. Það markaði endalokin á borgarastyrjöld sem hafði staðið í átta ár þegar Bouteflika komst til valda árið 1999. Hann segir að enn séu sumir beygðir eftir átökin sem sjáist í vissum þáttum samfélagsins. Fólk þurfi til dæmis að læra að ganga betur um landið sitt.„Landið er smátt og smátt að rísa upp úr þessu fari og brúnin að lyftast á landsmönnum," segir Fateh. Hann er stoltur af arfleið sinni og hefur óbilandi trú á því að efnahagurinn muni halda áfram að byggjast hratt upp. Landið standi nú galopið fyrir erlendum fjárfestingum sem hafi aukist gríðarlega á undanförnum árum. Þá lúri alsírska ríkisstjórnin á dágóðum fjárhæðum sökum mikils jákvæðs viðskiptajöfnuðar sem hún sé nú tilbúin að nota í réttu verkefnin. Tækifærin séu því óþrjótandi í landinu.Í dag er ástæðulaust að óttast að eiga viðskipti í Alsír að mati Fatehs. Hann segir hins vegar lykilatriði að byggja upp góð sambönd til að lesa rétt í aðstæður og koma auga á tækifærin. „Það er ekki hættulegra að fara þangað en til annarra landa í dag. Hætturnar leynast alls staðar í heiminum en með réttu samböndin þarf ekkert að óttast í Alsír." Héðan og þaðan Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Fateh Assonane er Alsírbúi sem ferðast hefur víða um heim. Þegar hann var sautján ára tók ævintýraþráin völdin og hann lagði af stað til Evrópu með nesti og nýja skó. Þar ferðaðist hann landa á milli um nokkurt skeið og heimsótti meðal annars Ungverjaland, Spán, Frakkland og Þýskaland. Að lokum kom hann til Noregs þar sem hann kynntist núverandi eiginkonu sinni, Sigrúnu Einarsdóttur. Henni fylgdi hann alla leið til Íslands. Þetta var árið 1998 og hér hafa þau hjónin verið síðan. Saman eiga þau tvö börn, sjö og fimm ára, auk þess sem eiginkona Fateh á ellefu ára gamlan son. Ísland hefur margt að bjóða AlsírFateh hefur sterkar taugar til þjóðar sinnar og heldur miklum tengslum við landið. Þessi tengsl og trúin á þau tækifæri sem leynast í heimalandi hans leiddu til þess að hann og eiginkona hans stofnuðu Alsírsku fjárfestingastofuna. Markmiðið með stofnun hennar er að koma á viðskiptasamböndum milli Íslands og Alsír. Hlutverk hennar verður meðal annars að miðla upplýsingum um alsírska menningu og viðskiptalíf, vera í forsvari fyrir íslensk fyrirtæki í Alsír, aðstoða við samskipti og þýðingar, skipuleggja viðskiptaferðir og aðstoða við uppsetningu skrifstofu- og íbúðarhúsnæði í landinu.Fateh er sannfærður um að tækifæri séu í viðskiptum milli landanna tveggja. „Ég hef fylgst náið með hversu hratt íslenskt efnahagslíf hefur vaxið undanfarin ár. Íslendingar búa yfir margvíslegri þekkingu sem má flytja til Alsír þar sem mikið verk er óunnið í uppbyggingu atvinnuvega. Íslendingar geta til dæmis kennt Alsírbúum að nýta jarðvarmann sem þar leynist og nýjar aðferðir í sjávarútvegi. Svo myndi ég óska mér að fá skyr til Alsír, þangað þarf að flytja meira af hollum matvörum og minna af óhollum."Alsírska fjárfestingastofan hefur ekki verið opnuð formlega. Þrátt fyrir það eru nokkur verkefni þegar farin af stað og ýmsar áætlanir á prjónunum. Þegar hefur verið komið á viðskiptasambandi milli íslensks fyrirtækis og alsírsks sem Fateh segir spennandi samstarf. Meira en það gefur hann ekki upp enda ríkir mikil leynd yfir samstarfinu. Hann segir frétta að vænta af því innan skamms.Moldríkt af náttúruauðlindumAlsír er annað stærsta Afríkuríkið með 33 milljónir íbúa. Landið er frá náttúrunnar hendi moldríkt af náttúruauðlindum. Vinnsla jarðefnaeldsneytis skapar um 97 prósent af útflutningstekjum landsins. Eftir að forseti landsins, Abdelaziz Bouteflika, komst til valda árið 1999 hefur allt verið á uppleið að sögn Fatehs. „Bouteflika er mjög umhugað um að bæta ástandið í landinu sem honum hefur tekist á ótrúlega skömmum tíma. Hann hefur markvisst ráðist á ýmis mein samfélagsins á borð við spillingu og skrifræði, með góðum árangri."Að mati Fatehs eru Alsírbúar því upp til hópa ánægðir með aðkomu útlendinga enda skapist atvinna og tækifæri sem hafa ekki verið á hverju strái undanfarin árin. Það markaði endalokin á borgarastyrjöld sem hafði staðið í átta ár þegar Bouteflika komst til valda árið 1999. Hann segir að enn séu sumir beygðir eftir átökin sem sjáist í vissum þáttum samfélagsins. Fólk þurfi til dæmis að læra að ganga betur um landið sitt.„Landið er smátt og smátt að rísa upp úr þessu fari og brúnin að lyftast á landsmönnum," segir Fateh. Hann er stoltur af arfleið sinni og hefur óbilandi trú á því að efnahagurinn muni halda áfram að byggjast hratt upp. Landið standi nú galopið fyrir erlendum fjárfestingum sem hafi aukist gríðarlega á undanförnum árum. Þá lúri alsírska ríkisstjórnin á dágóðum fjárhæðum sökum mikils jákvæðs viðskiptajöfnuðar sem hún sé nú tilbúin að nota í réttu verkefnin. Tækifærin séu því óþrjótandi í landinu.Í dag er ástæðulaust að óttast að eiga viðskipti í Alsír að mati Fatehs. Hann segir hins vegar lykilatriði að byggja upp góð sambönd til að lesa rétt í aðstæður og koma auga á tækifærin. „Það er ekki hættulegra að fara þangað en til annarra landa í dag. Hætturnar leynast alls staðar í heiminum en með réttu samböndin þarf ekkert að óttast í Alsír."
Héðan og þaðan Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira