Fótbolti

Valur hefur leik í Belgíu á morgun

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Valur varð í síðasta mánuði Íslandsmeistari.
Valur varð í síðasta mánuði Íslandsmeistari. Mynd/Hörður

Á morgun mætir Valur einu sterkasta félagsliði heims, þýska úrvalsdeildarliðinu Frankfurt, í riðli liðanna í Evrópukeppni félagsliða.

Um er að ræða sextán liða úrslit í keppninni en keppt verður í fjórum riðlum og komast tvö efstu liðin í hverjum riðli áfram í fjórðungsúrslit.

Leikur Frankfurt og Vals hefst klukkan 15.30 á morgun. Frankfurt hefur að geyma marga bestu leikmenn heims, til að mynda Birgit Prinz og Renate Lingor.

Báðar eru þær í þýska landsliðinu sem varð á dögunum heimsmeistari, annað skiptið í röð, og er fjórfaldur Evrópumeistari.

Prinz er markahæsti leikmaður úrslitakeppni HM frá upphafi með fjórtán mörk.

Prinz og Lingor voru líka valin í úrvalslið heimsmeistarakeppninnar í Kína nú í síðasta mánuði.

Riðillinn fer fram í Belgíu en auk Vals og Frankfurt er Everton einnig í riðlinum sem og heimaliðið Wezemaal.

Á laugardaginn mætir Valur liði Wezemaal og á þriðjudaginn liði Everton.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×