Samskip semur í Asíu 4. apríl 2007 00:01 Kristján Már Atlason, framkvæmdastjóri hjá frystivöru- og flutningsmiðlun Samskipa og Kenta Kitamura, frá Interocean Shipping Corporation í Japan, handsala samning fyrirtækjanna að viðstöddum fulltrúum beggja fyrirtækja. Japanska umboðs- og flutningafélagið Interocean Shipping Corporation hefur tekið að sér að vera umboðsaðili Samskipa í Japan. Þar er sagður vera einhver umsvifamesti og mikilvægasti kæli- og frystivöruflutningsmarkaður í heiminum og Samskip þar með hafa styrkt stöðu sína enn frekar á þeim markaði. Samskip segja samninginn vera enn eitt skrefið í þá átt að styrkja og efla þjónustu fyrirtækisins í Asíu. Fyrir er félagið með skrifstofur í Pusan og Seoul í Suður-Kóreu, Qingdao og Dalian í Kína, sem og Ho Chi Minh borg í Víetnam. Interocean Shipping Corporation var stofnað árið 1948 af Kitamura fjölskyldunni og fagnar því 60 ára starfsafmæli á næsta ári. Í tilkynningu Samskipa kemur fram að allt frá stofnun hafi fyrirtækið sinnt fiskflutningum og þjónustu við sjávarútveginn, þó reksturinn hafi síðar þróast inn á fleiri svið. Haft er eftir Kenta Kitamura, forstjóra Interocean Shipping Corp. að fyrirtækinu sé mikið ánægjuefni að verða hluti af flutninganeti Samskipa. Kristján Már Atlason, sem nýverið tók við starfi framkvæmdastjóra hjá frystivöru- og flutningsmiðlun Samskipa með aðsetur í Rotterdam, segir samstarfið við Interocean mikilvæga viðbót við sölustarfsemi fyrirtækisins í Asíu og að hagsmunir félaganna fari vel saman því bæði vilji efla þekkingu sína í greininni og auka markaðshlutdeild sína á heimsvísu. „Eftir kaupin á frystigeymsluhluta hollenska fyrirtækisins Kloosterboer árið 2005 geta Samskip boðið upp á geymslurými í tveimur frystivörugeymslum í Hollandi, í Rotterdam og IJmuiden, ásamt geymslurými í frystigeymslum félagsins í Reykjavík, Kollafirði í Færeyjum, Álasundi í Noregi og Bayside í Kanada,“ segir í tilkynningu. Héðan og þaðan Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Japanska umboðs- og flutningafélagið Interocean Shipping Corporation hefur tekið að sér að vera umboðsaðili Samskipa í Japan. Þar er sagður vera einhver umsvifamesti og mikilvægasti kæli- og frystivöruflutningsmarkaður í heiminum og Samskip þar með hafa styrkt stöðu sína enn frekar á þeim markaði. Samskip segja samninginn vera enn eitt skrefið í þá átt að styrkja og efla þjónustu fyrirtækisins í Asíu. Fyrir er félagið með skrifstofur í Pusan og Seoul í Suður-Kóreu, Qingdao og Dalian í Kína, sem og Ho Chi Minh borg í Víetnam. Interocean Shipping Corporation var stofnað árið 1948 af Kitamura fjölskyldunni og fagnar því 60 ára starfsafmæli á næsta ári. Í tilkynningu Samskipa kemur fram að allt frá stofnun hafi fyrirtækið sinnt fiskflutningum og þjónustu við sjávarútveginn, þó reksturinn hafi síðar þróast inn á fleiri svið. Haft er eftir Kenta Kitamura, forstjóra Interocean Shipping Corp. að fyrirtækinu sé mikið ánægjuefni að verða hluti af flutninganeti Samskipa. Kristján Már Atlason, sem nýverið tók við starfi framkvæmdastjóra hjá frystivöru- og flutningsmiðlun Samskipa með aðsetur í Rotterdam, segir samstarfið við Interocean mikilvæga viðbót við sölustarfsemi fyrirtækisins í Asíu og að hagsmunir félaganna fari vel saman því bæði vilji efla þekkingu sína í greininni og auka markaðshlutdeild sína á heimsvísu. „Eftir kaupin á frystigeymsluhluta hollenska fyrirtækisins Kloosterboer árið 2005 geta Samskip boðið upp á geymslurými í tveimur frystivörugeymslum í Hollandi, í Rotterdam og IJmuiden, ásamt geymslurými í frystigeymslum félagsins í Reykjavík, Kollafirði í Færeyjum, Álasundi í Noregi og Bayside í Kanada,“ segir í tilkynningu.
Héðan og þaðan Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira