Segir glerbrot hamla för hjólreiðamanna 20. september 2007 13:12 Samkvæmt Grænum skrefum Reykjavíkurborgar stendur til að göngu- og hjólreiðastígum verður sinnt eins og götum borgarinnar allan ársins hring. MYND Hjólreiðamaður sem hjólar daglega til vinnu segir að göngu- og hjólreiðastígar í borginni séu ekki sópaðir eins og aðrar götur í bænum. Hann segir glerhrúgur á stígunum til vandræða, enda fari glerbrot ekki vel með reiðhjóladekk. Elvar Örn Reynisson hjólar flesta daga vikunnar ofan úr Spöng til vinnu nálægt Nauthólsvík. Hann hefur í tvígang í þessari viku lent í því að dekk springi hjá honum vegna glerbrota. ,,Það eru núna glerpollar á átta mismunandi stöðum á þessari leið, flestir Grafarvogsmegin. Sömu glerbrotin leynast á stígunum í marga daga eða vikur" Elvar segir að bæði hann og félagi hans sem hjólar svipaða leið til vinnu hafi ítrekað hringt í Reykjavíkurborg með ábendingar og kvartanir en þeim sé ekki sinnt. Þeir hafi því nokkrum sinnum brugðið á það ráð að leggja af stað í vinnu 10-20 mínútum fyrr en venjulega, og sópað upp glerhrúgurnar á leiðinni. ,,Það er bara upp tvennt að velja, þrífa þetta upp sjálfur, eða að sprengja dekk". Það er svo ekki ókeypis, en Elvar segir að dekk kosti á bilinu 2-10 þúsund krónur, og flestir þeirra sem notið hjólið sem samgöngutæki séu á dýrari dekkjum. ,,Það sem er mest pirrandi við þetta ástand er það að nú er „samgönguvika" og hefði maður haldið og vonað að þá væri allt gert til að hafa svona hluti í lagi." segir Elvar. Elvar segist þó ekkert vera á þeim buxunum að hætta að hjóla í vinnuna. Hjólreiðarnar séu skemmtileg og góð líkamsrækt, auk þess sem hann sé fljótari á leiðinni á hjólinu. Guðni Hannesson eftirlitssverkstjóri yfir gatna- og gangstéttasópun hjá framkvæmdasviði Reykjavíkurborgar segir að allir stígarnir séu sópaðir tvisvar á sumri og svo eftir þörfum. Þeir séu þó hundruðir kílómetra að lengd, og því ekki hægt að sópa þá daglega. Því sé farið eftir ábendingum vegfarenda. Til dæmis hafi honum borist kvörtun um þessa leið fyrir þremur dögum, og hún hafi verið sópuð samdægurs. Samkvæmt Grænum skrefum Reykjavíkurborgar stendur til að göngu- og hjólreiðastígum verður sinnt eins og götum borgarinnar allan ársins hring. Gísli Marteinn Baldursson, formaður umhverfissviðs segir að þegar að umhverfis- og samgöngumál verði sameinuð undir einn hatt í Umhverfis- og samgöngusviði verði horft á samgöngur út frá umhverfisþáttum. Þannig verði verði göngu- og hjólreiðastígar ekki í öðru sæti á eftir götum, heldur jafn réttháir öðrum samgöngukostum. Samhliða því verði farið yfir það hvort þurfi að auka viðhald á vegunum, eða til dæmis snjómokstur. Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Hjólreiðamaður sem hjólar daglega til vinnu segir að göngu- og hjólreiðastígar í borginni séu ekki sópaðir eins og aðrar götur í bænum. Hann segir glerhrúgur á stígunum til vandræða, enda fari glerbrot ekki vel með reiðhjóladekk. Elvar Örn Reynisson hjólar flesta daga vikunnar ofan úr Spöng til vinnu nálægt Nauthólsvík. Hann hefur í tvígang í þessari viku lent í því að dekk springi hjá honum vegna glerbrota. ,,Það eru núna glerpollar á átta mismunandi stöðum á þessari leið, flestir Grafarvogsmegin. Sömu glerbrotin leynast á stígunum í marga daga eða vikur" Elvar segir að bæði hann og félagi hans sem hjólar svipaða leið til vinnu hafi ítrekað hringt í Reykjavíkurborg með ábendingar og kvartanir en þeim sé ekki sinnt. Þeir hafi því nokkrum sinnum brugðið á það ráð að leggja af stað í vinnu 10-20 mínútum fyrr en venjulega, og sópað upp glerhrúgurnar á leiðinni. ,,Það er bara upp tvennt að velja, þrífa þetta upp sjálfur, eða að sprengja dekk". Það er svo ekki ókeypis, en Elvar segir að dekk kosti á bilinu 2-10 þúsund krónur, og flestir þeirra sem notið hjólið sem samgöngutæki séu á dýrari dekkjum. ,,Það sem er mest pirrandi við þetta ástand er það að nú er „samgönguvika" og hefði maður haldið og vonað að þá væri allt gert til að hafa svona hluti í lagi." segir Elvar. Elvar segist þó ekkert vera á þeim buxunum að hætta að hjóla í vinnuna. Hjólreiðarnar séu skemmtileg og góð líkamsrækt, auk þess sem hann sé fljótari á leiðinni á hjólinu. Guðni Hannesson eftirlitssverkstjóri yfir gatna- og gangstéttasópun hjá framkvæmdasviði Reykjavíkurborgar segir að allir stígarnir séu sópaðir tvisvar á sumri og svo eftir þörfum. Þeir séu þó hundruðir kílómetra að lengd, og því ekki hægt að sópa þá daglega. Því sé farið eftir ábendingum vegfarenda. Til dæmis hafi honum borist kvörtun um þessa leið fyrir þremur dögum, og hún hafi verið sópuð samdægurs. Samkvæmt Grænum skrefum Reykjavíkurborgar stendur til að göngu- og hjólreiðastígum verður sinnt eins og götum borgarinnar allan ársins hring. Gísli Marteinn Baldursson, formaður umhverfissviðs segir að þegar að umhverfis- og samgöngumál verði sameinuð undir einn hatt í Umhverfis- og samgöngusviði verði horft á samgöngur út frá umhverfisþáttum. Þannig verði verði göngu- og hjólreiðastígar ekki í öðru sæti á eftir götum, heldur jafn réttháir öðrum samgöngukostum. Samhliða því verði farið yfir það hvort þurfi að auka viðhald á vegunum, eða til dæmis snjómokstur.
Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira