Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) mælti formlega með því í gær að hið áformaða Galileo-gervihnattaleiðsögukerfi yrði fjármagnað að fullu úr ríkiskössum aðildarríkjanna, eftir að upprunaleg áætlun um að samlag einkafyrirtækja frá fimm löndum axlaði meirihluta kostnaðarins fór út um þúfur.
Áformað hafði verið að ríkin greiddu aðeins þriðjung. Samkvæmt bráðabirgðamati verður heildarkostnaðurinn ekki undir 3,6 milljörðum evra, andvirði 310 milljarða króna. Nú er ekki búist við að kerfið verði tilbúið fyrr en í fyrsta lagi árið 2012.