Stór markmið hjá Straumi 12. september 2007 00:01 Níutíu dögum Williams Fall undir feldi er lokið. Hann kynnti framtíðarsýn bankans á blaðamannafundi á mánudag. MYND/Rósa Um þessar mundir eru þrír mánuðir frá því William Fall tók við forstjórataumunum í Straumi. Þá sagðist hann ætla að taka sér níutíu daga til að skapa nýja framtíðarsýn fyrir bankann undir sinni stjórn. Undanfarið hafa framkvæmdastjórar og millistjórnendur bankans komið að þeirri vinnu. William kynnti blaðamönnum nýja stefnu bankans til ársins 2010 á mánudag. Nú er stefnan ekki aðeins sett á að Straumur verði leiðandi fjárfestingarbanki á Norðurlöndunum, eins og stefnan hefur verið um hríð, heldur einnig í Mið- og Austur-Evrópu. Að þessu verður unnið bæði með því að styrkja núverandi starfsemi bankans og frekari fyrirtækjakaupum.Háleit markmiðFjárhagsleg markmið, sem ætlað er að ná fyrir árið 2010, eru háleit. Stefnt er að því að heildartekjur fari yfir 1.250 milljónir evra, um 112 milljarða króna. Það er 160 prósenta aukning tekna miðað við síðasta ár. Þá hefur markmið um hlutfall þóknunartekna verið hækkað úr fimmtíu í 75 prósent af heildartekjum. Stefnt er að því að heildareignir tvöfaldist á næstu þremur árum og verði fjórtán milljarðar evra, arðsemi eigin fjár verði að jafnaði yfir tuttugu prósentum og eignir í stýringu tíu milljarðar evra. Fjölgun erlendra hluthafaSérstaða Straums á að verða fólgin í því að bankinn hafi sterka stöðu á öllum skilgreindum markaðssvæðum. Náið samstarf verði á milli starfsstöðva bankans. Í máli Williams kom fram að mörkuðum Norður- og Mið-Evrópu væri iðulega stjórnað af áhættufælnum og nokkuð íhaldssömum bankastofnunum. Fjárfestingarbankar sem teygðu sig jafnt yfir allt svæðið og þjónustuðu alþjóðlega fjárfesta og lítil og meðalstór fyrirtæki væru í reynd ekki til. Þeirri þörf væri Straumur að svara. Ætlunin væri að bankinn yrði fyrsti kostur í hugum viðskiptavina bankans, á öllum starfssvæðum hans.Þá er stefnan sett á að meira en fimmtíu prósent þess hlutafjár sem ekki er í eigu tengdra aðila verði í eigu erlendra fjárfesta. Björgólfur Thor Björgólfsson og tengdir aðilar eiga í dag tæp fjörutíu prósent hlutafjár í Straumi. Um tíu til fimmtán prósent af hlutafé sem ekki er í eigu Björgólfs eða tengdra aðila eru í dag í eigu erlendra fjárfesta. William sagðist búast við að skráning hlutabréfa bankans í evrum myndi laða fleiri erlenda fjárfesta að félaginu. Þá sagðist hann hafa orðið var við mikinn áhuga erlendra fjárfesta á bankanum frá því hann tók við.Fleiri konur í bankannNý markmið Straums ná einnig til starfsfólks bankans. Öllu starfsfólki bankans verða boðnir kaupréttarsamningar, sama hvaða störfum það gegnir. Þá eiga konur að verða fjörutíu prósent af starfsfólki bankans strax á næsta ári. Í dag er það hlutfall rúmlega þrjátíu prósent.Straumur hefur orðið fyrir nokkurri gagnrýni vegna ónógrar upplýsingagjafar. Við þessu verður brugðist með því að gefa út rekstraráætlanir fyrir árið 2008 og ársfjórðungslegar áætlanir frá árinu 2009. Á því sviði skákar Straumur hinum íslensku bönkunum en enginn þeirra hefur gefið slíkar áætlanir út hingað til. Héðan og þaðan Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Hámarkstími fullorðinna í símanum og góð ráð Atvinnulíf Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Um þessar mundir eru þrír mánuðir frá því William Fall tók við forstjórataumunum í Straumi. Þá sagðist hann ætla að taka sér níutíu daga til að skapa nýja framtíðarsýn fyrir bankann undir sinni stjórn. Undanfarið hafa framkvæmdastjórar og millistjórnendur bankans komið að þeirri vinnu. William kynnti blaðamönnum nýja stefnu bankans til ársins 2010 á mánudag. Nú er stefnan ekki aðeins sett á að Straumur verði leiðandi fjárfestingarbanki á Norðurlöndunum, eins og stefnan hefur verið um hríð, heldur einnig í Mið- og Austur-Evrópu. Að þessu verður unnið bæði með því að styrkja núverandi starfsemi bankans og frekari fyrirtækjakaupum.Háleit markmiðFjárhagsleg markmið, sem ætlað er að ná fyrir árið 2010, eru háleit. Stefnt er að því að heildartekjur fari yfir 1.250 milljónir evra, um 112 milljarða króna. Það er 160 prósenta aukning tekna miðað við síðasta ár. Þá hefur markmið um hlutfall þóknunartekna verið hækkað úr fimmtíu í 75 prósent af heildartekjum. Stefnt er að því að heildareignir tvöfaldist á næstu þremur árum og verði fjórtán milljarðar evra, arðsemi eigin fjár verði að jafnaði yfir tuttugu prósentum og eignir í stýringu tíu milljarðar evra. Fjölgun erlendra hluthafaSérstaða Straums á að verða fólgin í því að bankinn hafi sterka stöðu á öllum skilgreindum markaðssvæðum. Náið samstarf verði á milli starfsstöðva bankans. Í máli Williams kom fram að mörkuðum Norður- og Mið-Evrópu væri iðulega stjórnað af áhættufælnum og nokkuð íhaldssömum bankastofnunum. Fjárfestingarbankar sem teygðu sig jafnt yfir allt svæðið og þjónustuðu alþjóðlega fjárfesta og lítil og meðalstór fyrirtæki væru í reynd ekki til. Þeirri þörf væri Straumur að svara. Ætlunin væri að bankinn yrði fyrsti kostur í hugum viðskiptavina bankans, á öllum starfssvæðum hans.Þá er stefnan sett á að meira en fimmtíu prósent þess hlutafjár sem ekki er í eigu tengdra aðila verði í eigu erlendra fjárfesta. Björgólfur Thor Björgólfsson og tengdir aðilar eiga í dag tæp fjörutíu prósent hlutafjár í Straumi. Um tíu til fimmtán prósent af hlutafé sem ekki er í eigu Björgólfs eða tengdra aðila eru í dag í eigu erlendra fjárfesta. William sagðist búast við að skráning hlutabréfa bankans í evrum myndi laða fleiri erlenda fjárfesta að félaginu. Þá sagðist hann hafa orðið var við mikinn áhuga erlendra fjárfesta á bankanum frá því hann tók við.Fleiri konur í bankannNý markmið Straums ná einnig til starfsfólks bankans. Öllu starfsfólki bankans verða boðnir kaupréttarsamningar, sama hvaða störfum það gegnir. Þá eiga konur að verða fjörutíu prósent af starfsfólki bankans strax á næsta ári. Í dag er það hlutfall rúmlega þrjátíu prósent.Straumur hefur orðið fyrir nokkurri gagnrýni vegna ónógrar upplýsingagjafar. Við þessu verður brugðist með því að gefa út rekstraráætlanir fyrir árið 2008 og ársfjórðungslegar áætlanir frá árinu 2009. Á því sviði skákar Straumur hinum íslensku bönkunum en enginn þeirra hefur gefið slíkar áætlanir út hingað til.
Héðan og þaðan Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Hámarkstími fullorðinna í símanum og góð ráð Atvinnulíf Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira