Vilja slá skjaldborg um Sparisjóð Vestmannaeyja 20. október 2007 06:00 Elliði Vignisson segir samfélagsskyldu stofnfjáreigenda þó nokkra. Margir hafi fengið stofnfjárbréf vegna tengsla við Vestmannaeyjabæ eða verið boðið að kaupa bréf. Fréttablaðið/Óskar P. Friðriksson Bæjarfulltrúar í bæjarstjórn Vestmannaeyja vilja koma í veg fyrir að Sparisjóður Vestmannaeyja verði yfirtekinn líkt og gerðist í Hafnarfirði. Bæjarstjórnin heitir á stjórn og stofnfjáreigendur að standa saman og sækist eftir að kaupa stofnfjárbréf til að gæta að hagsmunum bæjarfélagsins. „Ýmsir hafa verið að ásælast stofnfjárbréfin," segir Elliði Vignisson bæjarstjóri Vestmannaeyja. „Við vitum til þess að það hefur verið auglýst eftir stofnfjárbréfum til kaups. Í því sambandi eru nefndar háar fjárhæðir, allt að fjörutíu milljónum króna. Við viljum vara við þessu því miðað við þessa fjárhæð er verið að ásælast völd yfir varasjóði Sparisjóðs Vestmannaeyja." Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins er varasjóðurinn metinn á allt að 2,5 milljarða króna. Hins vegar er framlag sjötíu stofnfjáreigenda til sjóðsins einungis tæpar fjórar milljónir króna í formi keyptra stofnfjárbréfa. Uppreiknað virði hvers stofnfjárbréfs er um 55 þúsund krónur. Samkvæmt þessu gæti stofnfjáreigandi, sem keypti stofnfjárbréf á 55 þúsund krónur, selt bréfið á fjörutíu milljónir króna. „Bæjarstjórn Vestmannaeyja heitir á stjórn og stofnfjáreigendur Sparisjóðsins að standa saman og minnir jafnframt á að þeir eru trúnaðarmenn sjóðsins," segir í ályktun sem var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum á fundi bæjarstjórnar í fyrradag. Þar lagði Elliði einnig til að bærinn keypti allt að fimm prósent stofnfjárbréfa Sparisjóðsins. Það yrði gert á genginu einn. Verður það mál tekið fyrir í bæjarráði eftir helgi. „Það yrði táknrænn gjörningur," segir Elliði. „Við erum meðvituð um samfélagslegt mikilvægi Sparisjóðs Vestmannaeyja. Okkar aðkoma að þessu máli er eðlileg hagsmunagæsla fyrir íbúa samfélagsins hér." Hann segir að það hafi aldrei verið hugmyndin með sölu stofnfjárbréfa að eigendur þeirra myndu leysa út mikinn hagnað af bréfum sínum. „Þetta er í takt við það sem stjórnin hefur lagt áherslu á," segir Arnar Sigmundsson varaformaður stjórnar Sparisjóðs Vestmannaeyja. Hann segir að stjórnin hafi ekki afgreitt neina sölu á stofnfjárbréfum. Það muni ekki gerast næstu mánuði á meðan verið sé að auka stofnfé um 350 milljónir króna. Í þeirri hlutafjáraukningu hafi stofnfjáreigendur forkaupsrétt. Til þess að bærinn geti keypt verði einhver að falla frá forkaupsrétti sínum eða þá að selja bænum síðar. - bg Markaðir Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
Bæjarfulltrúar í bæjarstjórn Vestmannaeyja vilja koma í veg fyrir að Sparisjóður Vestmannaeyja verði yfirtekinn líkt og gerðist í Hafnarfirði. Bæjarstjórnin heitir á stjórn og stofnfjáreigendur að standa saman og sækist eftir að kaupa stofnfjárbréf til að gæta að hagsmunum bæjarfélagsins. „Ýmsir hafa verið að ásælast stofnfjárbréfin," segir Elliði Vignisson bæjarstjóri Vestmannaeyja. „Við vitum til þess að það hefur verið auglýst eftir stofnfjárbréfum til kaups. Í því sambandi eru nefndar háar fjárhæðir, allt að fjörutíu milljónum króna. Við viljum vara við þessu því miðað við þessa fjárhæð er verið að ásælast völd yfir varasjóði Sparisjóðs Vestmannaeyja." Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins er varasjóðurinn metinn á allt að 2,5 milljarða króna. Hins vegar er framlag sjötíu stofnfjáreigenda til sjóðsins einungis tæpar fjórar milljónir króna í formi keyptra stofnfjárbréfa. Uppreiknað virði hvers stofnfjárbréfs er um 55 þúsund krónur. Samkvæmt þessu gæti stofnfjáreigandi, sem keypti stofnfjárbréf á 55 þúsund krónur, selt bréfið á fjörutíu milljónir króna. „Bæjarstjórn Vestmannaeyja heitir á stjórn og stofnfjáreigendur Sparisjóðsins að standa saman og minnir jafnframt á að þeir eru trúnaðarmenn sjóðsins," segir í ályktun sem var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum á fundi bæjarstjórnar í fyrradag. Þar lagði Elliði einnig til að bærinn keypti allt að fimm prósent stofnfjárbréfa Sparisjóðsins. Það yrði gert á genginu einn. Verður það mál tekið fyrir í bæjarráði eftir helgi. „Það yrði táknrænn gjörningur," segir Elliði. „Við erum meðvituð um samfélagslegt mikilvægi Sparisjóðs Vestmannaeyja. Okkar aðkoma að þessu máli er eðlileg hagsmunagæsla fyrir íbúa samfélagsins hér." Hann segir að það hafi aldrei verið hugmyndin með sölu stofnfjárbréfa að eigendur þeirra myndu leysa út mikinn hagnað af bréfum sínum. „Þetta er í takt við það sem stjórnin hefur lagt áherslu á," segir Arnar Sigmundsson varaformaður stjórnar Sparisjóðs Vestmannaeyja. Hann segir að stjórnin hafi ekki afgreitt neina sölu á stofnfjárbréfum. Það muni ekki gerast næstu mánuði á meðan verið sé að auka stofnfé um 350 milljónir króna. Í þeirri hlutafjáraukningu hafi stofnfjáreigendur forkaupsrétt. Til þess að bærinn geti keypt verði einhver að falla frá forkaupsrétti sínum eða þá að selja bænum síðar. - bg
Markaðir Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira