Engin kreppa á toppnum Hólmfríður Helga Sigurðardóttir skrifar 24. október 2007 00:01 Sölumenn B&L spá því að BMW X6 verði næsta uppáhald íslenskra bílaunnenda. Sala lúxusbíla hefur blómstrað það sem af er ári á sama tíma og dregið hefur verulega úr sölu „venjulegri“ bíla. Heildarsalan dróst saman um 2.319 bíla frá upphafi árs og fram til 19. október. Samkvæmt tölum frá Umferðarstofu er þetta 14,9 prósenta samdráttur miðað við í fyrra. Á sama tíma hefur sala aukist á nær öllum tegundum svokallaðra lúxusbíla. Fram til 19. október höfðu nýir eigendur rúmlega fjórtán hundruð stykkja af lúxusbílum ekið út um dyr íslenskra bílaumboða. Til lúxusbíla teljast hér bílar sem kosta frá 4,5 milljónum króna að tuttugu milljónum og upp úr. Heildarfjöldi seldra bíla var 13.245 á tímabilinu. Lúxusbílar eru því hátt í ellefu prósent allra seldra bíla á þessu ári. Á þessu ári hefur mesta sprengingin orðið í sölu á Land Rover-jeppum. Sala þeirra jókst um hundrað prósent á tímabilinu. Í heild hafa 254 slíkir jeppar verið seldir á árinu. Vinsælastur Roveranna hefur verið Range Rover Sport. Samkvæmt upplýsingum frá B&L, sem fer með umboð Land Rover, hafa um hundrað slíkir jeppar selst það sem af er ári. Þeir kosta á bilinu sjö til tólf milljónir króna. Andrés Jónsson, kynningarstjóri B&L, segir að af eftirspurninni að dæma muni ekki draga úr sölu lúxusbifreiða á næstunni. „Það er ekki svo langt síðan við vorum með eitt og hálft stöðugildi í kringum sölu lúxusbifreiða. Í dag erum við með fjóra í vinnu, eingöngu við sölu Land Rover og BMW. Þessir sölumenn hafa varla við.“ B&L hefur einnig umboðið fyrir BMW. Sala á BMW, sem kostar yfir 4,5 milljónir, hefur verið góð á árinu og aukist um þrettán prósent miðað við árið í fyrra. Það er þó minni aukning en til að mynda á sölu Audi, sem hefur aukist um 62 prósent, og Mercedes Benz, sem hefur aukist um rúm hundrað prósent. Sölumenn B&L spá því að næsti lúxusbíllinn til að slá í gegn verði BMW X6. „Þessi bíll kemur ekki á söluskrá fyrr en á næsta ári. Þrátt fyrir það erum við þegar farin að taka niður pantanir. Það er ekki ólíklegt að þeir sem vilji skera sig úr muni velja þennan bíl. Hann er sambland af klassískum lúxusjeppa og sportbíl,“ segir Andrés. BMW X6 mun kosta á bilinu 8,5 til 14 milljónir króna. Einn vinsælustu forstjórajeppanna fyrr og síðar er Toyota Land Cruiser. Á þessu ári hafa 465 nýir jeppar af þeirri tegund selst hér á landi. Jón Óskar Halldórsson hjá Toyota á Íslandi segir það nokkru minni sölu en í fyrra. Hins vegar sé búist við sprengingu á næsta ári, þegar Land Cruiser 200 kemur til landsins. Hann er ekki enn kominn á söluskrá. Þrátt fyrir það eru um þrjú hundruð manns þegar komnir á biðlista eftir honum. Héðan og þaðan Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Hámarkstími fullorðinna í símanum og góð ráð Atvinnulíf Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Sala lúxusbíla hefur blómstrað það sem af er ári á sama tíma og dregið hefur verulega úr sölu „venjulegri“ bíla. Heildarsalan dróst saman um 2.319 bíla frá upphafi árs og fram til 19. október. Samkvæmt tölum frá Umferðarstofu er þetta 14,9 prósenta samdráttur miðað við í fyrra. Á sama tíma hefur sala aukist á nær öllum tegundum svokallaðra lúxusbíla. Fram til 19. október höfðu nýir eigendur rúmlega fjórtán hundruð stykkja af lúxusbílum ekið út um dyr íslenskra bílaumboða. Til lúxusbíla teljast hér bílar sem kosta frá 4,5 milljónum króna að tuttugu milljónum og upp úr. Heildarfjöldi seldra bíla var 13.245 á tímabilinu. Lúxusbílar eru því hátt í ellefu prósent allra seldra bíla á þessu ári. Á þessu ári hefur mesta sprengingin orðið í sölu á Land Rover-jeppum. Sala þeirra jókst um hundrað prósent á tímabilinu. Í heild hafa 254 slíkir jeppar verið seldir á árinu. Vinsælastur Roveranna hefur verið Range Rover Sport. Samkvæmt upplýsingum frá B&L, sem fer með umboð Land Rover, hafa um hundrað slíkir jeppar selst það sem af er ári. Þeir kosta á bilinu sjö til tólf milljónir króna. Andrés Jónsson, kynningarstjóri B&L, segir að af eftirspurninni að dæma muni ekki draga úr sölu lúxusbifreiða á næstunni. „Það er ekki svo langt síðan við vorum með eitt og hálft stöðugildi í kringum sölu lúxusbifreiða. Í dag erum við með fjóra í vinnu, eingöngu við sölu Land Rover og BMW. Þessir sölumenn hafa varla við.“ B&L hefur einnig umboðið fyrir BMW. Sala á BMW, sem kostar yfir 4,5 milljónir, hefur verið góð á árinu og aukist um þrettán prósent miðað við árið í fyrra. Það er þó minni aukning en til að mynda á sölu Audi, sem hefur aukist um 62 prósent, og Mercedes Benz, sem hefur aukist um rúm hundrað prósent. Sölumenn B&L spá því að næsti lúxusbíllinn til að slá í gegn verði BMW X6. „Þessi bíll kemur ekki á söluskrá fyrr en á næsta ári. Þrátt fyrir það erum við þegar farin að taka niður pantanir. Það er ekki ólíklegt að þeir sem vilji skera sig úr muni velja þennan bíl. Hann er sambland af klassískum lúxusjeppa og sportbíl,“ segir Andrés. BMW X6 mun kosta á bilinu 8,5 til 14 milljónir króna. Einn vinsælustu forstjórajeppanna fyrr og síðar er Toyota Land Cruiser. Á þessu ári hafa 465 nýir jeppar af þeirri tegund selst hér á landi. Jón Óskar Halldórsson hjá Toyota á Íslandi segir það nokkru minni sölu en í fyrra. Hins vegar sé búist við sprengingu á næsta ári, þegar Land Cruiser 200 kemur til landsins. Hann er ekki enn kominn á söluskrá. Þrátt fyrir það eru um þrjú hundruð manns þegar komnir á biðlista eftir honum.
Héðan og þaðan Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Hámarkstími fullorðinna í símanum og góð ráð Atvinnulíf Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira