Útrásin eykur álagið 7. nóvember 2007 00:01 Jónas Fr. Jónsson forstjóri FME Starfsemi Fjármálaeftirlitsins (FME) erlendis hefur stóraukist á innan við tveimur árum samfara útrás íslenskra fjármálafyrirtækja. Fjármálafyrirtækin starfa nú í tuttugu og einu landi en fyrir aðeins tveimur árum voru löndin tólf. Starfsemin fer ýmist fram í útibúum, dótturfélögum eða á umboðsskrifstofum. FME fylgist með þessari starfsemi. „Þegar íslenskt fjármálafyrirtæki stofnar útibú erlendis, hvílir eftirlitsskyldan á heimalandi fyrirtækisins en þegar um er að ræða dótturfélög eða umboðsskrifstofu, fylgist FME með í gegnum erlendar eftirlitsstofnanir," segir Már Másson hjá FME. Hann segir að þetta auki töluvert á álagið hjá FME. Því sé mætt með fleiri starfsmönnum og aukinni skilvirkni. „Útibúavæðingin er það sem mestu breytir í okkar starfi," segir Már og bætir því við að að jafnaði sé gert ráð fyrir einum tíunda úr stöðugildi fyrir hvert íslenskt útibú sem opnað er erlendis hvort heldur í EES-ríki eða utan. „Við gerum sérstaka samstarfssamninga við eftirlitsstofnanir í ríkjum utan EES, líkt og í Kína, þar sem Glitnir hefur hafið starfsemi. Í þessum samningum er meðal annars kveðið á um að stofnanir deili upplýsingum." Már segir að FME stefni að því að fjölga stöðugildum um yfir tíu fyrir lok næsta árs, meðal annars vegna útrásarinnar. Auknar fjárheimildir til FME fóðri það. Þá berist FME árlega um fjögur þúsund skýrslur frá eftirlitsskyldum aðilum. Verið sé að þróa rafrænt kerfi til að vinna úr þeim, en í því felist meðal annars sjálfvirk vöktun sem geri FME kleift að greina frávik um leið og upplýsingarnar berast. „Það eykur skilvirknina umtalsvert," segir Már Másson. Héðan og þaðan Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Ísland ekki á lista Trumps en líklega kemur tíu prósenta tollur Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Sjá meira
Starfsemi Fjármálaeftirlitsins (FME) erlendis hefur stóraukist á innan við tveimur árum samfara útrás íslenskra fjármálafyrirtækja. Fjármálafyrirtækin starfa nú í tuttugu og einu landi en fyrir aðeins tveimur árum voru löndin tólf. Starfsemin fer ýmist fram í útibúum, dótturfélögum eða á umboðsskrifstofum. FME fylgist með þessari starfsemi. „Þegar íslenskt fjármálafyrirtæki stofnar útibú erlendis, hvílir eftirlitsskyldan á heimalandi fyrirtækisins en þegar um er að ræða dótturfélög eða umboðsskrifstofu, fylgist FME með í gegnum erlendar eftirlitsstofnanir," segir Már Másson hjá FME. Hann segir að þetta auki töluvert á álagið hjá FME. Því sé mætt með fleiri starfsmönnum og aukinni skilvirkni. „Útibúavæðingin er það sem mestu breytir í okkar starfi," segir Már og bætir því við að að jafnaði sé gert ráð fyrir einum tíunda úr stöðugildi fyrir hvert íslenskt útibú sem opnað er erlendis hvort heldur í EES-ríki eða utan. „Við gerum sérstaka samstarfssamninga við eftirlitsstofnanir í ríkjum utan EES, líkt og í Kína, þar sem Glitnir hefur hafið starfsemi. Í þessum samningum er meðal annars kveðið á um að stofnanir deili upplýsingum." Már segir að FME stefni að því að fjölga stöðugildum um yfir tíu fyrir lok næsta árs, meðal annars vegna útrásarinnar. Auknar fjárheimildir til FME fóðri það. Þá berist FME árlega um fjögur þúsund skýrslur frá eftirlitsskyldum aðilum. Verið sé að þróa rafrænt kerfi til að vinna úr þeim, en í því felist meðal annars sjálfvirk vöktun sem geri FME kleift að greina frávik um leið og upplýsingarnar berast. „Það eykur skilvirknina umtalsvert," segir Már Másson.
Héðan og þaðan Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Ísland ekki á lista Trumps en líklega kemur tíu prósenta tollur Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Sjá meira