Alonso sigraði í Mónakó annað árið í röð 27. maí 2007 14:15 Alonso með sigurlaunin í Mónakó AFP Heimsmeistarinn Fernando Alonso hjá McLaren hafði betur í æsilegri baráttu við liðsfélaga sinn Lewis Hamilton í dag og sigraði annað árið í röð í Mónakókappakstrinum í Formúlu 1. Sigur heimsmeistarans þýðir að þeir félagar hjá McLaren eru hnífjafnir í stigakeppni ökuþóra. McLaren bílarnir voru í algjörum sérflokki í dag og voru talsvert á undan Ferrari-manninum Felipa Massa sem varð þriðji. Giancarlo Fisichella náði fjórða sætinu á Renault-bíl sínum og er besti árangur liðsins til þessa á tímabilinu. Robert Kibica náði áhugaverðum árangri þegar hann hreppti fimmta sætið á BMW-Sauber bíl sínum í sinni fyrstu keppni í Mónakó og var talsvert á undan félaga sínum Nicke Heidfeld sem varð sjötti. Alexander Wurz varð sjöundi á Williams og náði að vinna sig upp úr ellefta sæti á ráslínu og Kimi Raikkönen náði áttunda sætinu - síðasta sætinu sem gefur stig - eftir að hafa þurft að ræsa 15. Alonso og Hamilton eru nú efstir og jafnir í stigakeppninni með 38 stig hvor, en Alonso telst á toppnum vegna þess að hann hefur unnið tvo sigra á mótum ársins en Hamilton er enn án sigurs. Þetta var fjórða mótið sem Hamilton hirðir annað sætið, en í 17. sinn á ferlinum sem Alonso kemur fyrstur í mark. Formúla Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Heimsmeistarinn Fernando Alonso hjá McLaren hafði betur í æsilegri baráttu við liðsfélaga sinn Lewis Hamilton í dag og sigraði annað árið í röð í Mónakókappakstrinum í Formúlu 1. Sigur heimsmeistarans þýðir að þeir félagar hjá McLaren eru hnífjafnir í stigakeppni ökuþóra. McLaren bílarnir voru í algjörum sérflokki í dag og voru talsvert á undan Ferrari-manninum Felipa Massa sem varð þriðji. Giancarlo Fisichella náði fjórða sætinu á Renault-bíl sínum og er besti árangur liðsins til þessa á tímabilinu. Robert Kibica náði áhugaverðum árangri þegar hann hreppti fimmta sætið á BMW-Sauber bíl sínum í sinni fyrstu keppni í Mónakó og var talsvert á undan félaga sínum Nicke Heidfeld sem varð sjötti. Alexander Wurz varð sjöundi á Williams og náði að vinna sig upp úr ellefta sæti á ráslínu og Kimi Raikkönen náði áttunda sætinu - síðasta sætinu sem gefur stig - eftir að hafa þurft að ræsa 15. Alonso og Hamilton eru nú efstir og jafnir í stigakeppninni með 38 stig hvor, en Alonso telst á toppnum vegna þess að hann hefur unnið tvo sigra á mótum ársins en Hamilton er enn án sigurs. Þetta var fjórða mótið sem Hamilton hirðir annað sætið, en í 17. sinn á ferlinum sem Alonso kemur fyrstur í mark.
Formúla Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira